Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 123 Árný Filippusdóttir hefur stofnað þennan skóla og stjórnað honum með miklum dugnaði. Skólinn hefur notið nokkurs ríkisstyrks síðustu árin og hefur hann stöðugt farið hækkandi. Nú síðast var hann 5000 kr. Einu sinni hefur sýslan styrkt skólann með 500 kr. Hið opinbera þyrfti að styrkja skólann ennþá betur, svo að hann gæti vaxið í þá átt, er stofnandinn hefur hug á, og orðið enn- þá fleiri ungum stúlkum að notum. Okkur Islendinga vantar svo mjög skólastofnanir handa unglingum okkar, og þess vegna ber að styrkja hverja viðleitni, sem miðar að því að auka menntun og þroska æskulýðsins. Kvenna- skólinn á Hverabökkum hefur nú komizt yfir þrengingar byrjunaráranna og hefur sýnt það, að hann er þeim vanda vaxinn, að vera hin þarfasta uppeldisstofnun, og þess vegna á hann skilið þá sjálfsögðu viðurkenningu að fá svo mikinn styrk af opinberu fé, að hann geti bætt húsa- kost sinn og aukið starfslið og námsgreinafjölda, svo að ennþá fleiri ungar stúlkur gætu notið hans en nú er. I. J. Barnahjálp. Ingimar Jóhannesson, formaður S. I. B., hefur skýrt Menntamálum frá ])vf, að söfnunin lil hjálþar börnum í hernumdu löndunum sé komin yfir hálft fjórðn hundrað þúsund hrónur. Skilagrein um söfn- unina er enn ókomin úr ýmsum stöðum. Heimili og slcóli, 2. hefti 3. árgangs, er nýkomið út. Efni blaðsins er fjölbreytt og gott að vanda. Friðrik Hjartar á þar grein, sem heitir: Fár sem faðir, enginn sem móðir. Hannes [. Magnússon skrifar um sumarskólann, Valdimar Snævarr um tillögur síðasta kirkjufundar um kristindóms- fræðslu, Frímann Jónasson um heimavistarskóla og Valdimar Össur- arson um vers úr Passíusálmunum, er hann telur licppilegt að börn séu látin læra.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.