Menntamál - 01.05.1944, Side 22

Menntamál - 01.05.1944, Side 22
120 MENNTAMÁL 3. Sigríður Jónsdóttir frá Akureyri. 4. Guðbjörg Bergs úr Reykjavík. 5. Vigdís Jónsdóttir frá Deildartungu, Borg. 6. Þórunn Hafstein frá Húsavík. 7. Helga Sigurðardóttir, forstöðukona. 8. Þorgerður Þorvarðsdóttir frá Stað í Súgandafirði. 9. Guðný Frímannsdóttir frá Grímsey. 10. Salóme Gísladóttir frá Saurbæ í Vatnsdal. 11. Helga Kristjánsdóttir frá Fremsta-Felli í Kinn. Húsmæðrakennaraskólinn tók til starfa 6. okt. 1942. Honum er ætlað að starfa í tveim hliðstæðum deildum, húsmæðrakennaradeild og skólaeldhúskennaradeild. Allar þær stúlkur, sem nú ljúka prófi, hafa verið í húsmæðra- kennaradeildinni. Námstími þeirra er 2 ár, en nemendur í skólaeldhúsdeild eiga að stunda nám við skólann í 9 mánuði, en áður skulu þeir hafa lokið prófi við Kennara- skóla Islands. Inntökuskilyrði í hina deildina er gagn- fræða- eða héraðsskólapróf og minnst 4 mánaða nám í húsmæðraskóla. Kennslan í skólanum er bæði bókleg og verkleg, en ekki er hún að öllu hin sama í báðum deildum, eins og að líkum lætur, því að ólíkrar undirbúningsmenntunar er krafizt til inngöngu í hvora deild og hlutverk deildanna ekki hið sama. Þarna er allt það numið, er kennslukonur við hús- mæðraskóla og í skólaeldhúsum þurfa að kunna. Þar er til dæmis að taka lærð næringarefnafræði, heilsufræði, uppeldisfræði, vöruþekking og færsla búreikninga auk annars. Og á verklega sviðinu er nemendunum rækilega kennt að gera allt það, sem þeir síðan eiga að kenna öðrum. En það er ekki látið nægja, að stúlkurnar læri sjálfar þau fræði og þau verk, sem þær síðan eiga að kenna. Þeim er kennt að kenna öðrum. I vetur hafa nemendur skólans að staðaldri unnið að kennslu í skólaeldhúsum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.