Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL 121 barnaskólanna í Reykjavík. Húsmæðranámskeið hefur ver- ið haldið í skólanum, þar sem nemendurnir hafa verið látnir annast kennsluna að miklu leyti. Og yfir öllu hefur hvílt vakandi auga forstöðukonunnar. Mönnum er æ betur og betur að skiljast það, hvílík nauðsyn hverri stúlku er á nokkurri kunnáttu í almennri matreiðslu og öðrum helztu húsmóðurstörfum. Foreldrum og skólanefndum verður það meira og meira áhugaefni með hverju ári, sem líður, að matreiðslukennslu verði komið á við skólann þeirra. Má sjá þennan áhuga í ýmsu. Skólaeldhúsum fer fjölgandi við fasta skóla. Annars stað- ar eru gerðir tilraunir að kenna í námskeiðum, annað hvort með umferðakennslu eða í sambandi við annað sérnám, t. d. sund. Enn er þetta þó á byrjunarstigi, en búast má við, að mikill skriður komi á málið á næstu árum. Markmiðið er, að matreiðslukennslu verði komið á við hvern barnaskóla á landinu. Verður þá mikil þörf sérmenntaðra kennara í þessum efnum. Má það því heppni kallast, að húsmæðrakennaraskólinn skuli vera kominn á fót, þar sem stúlkum, er lokið hafa námi í kennaraskól- anum, gefst kostur á sérnámi í þessum efnum á tiltölu- lega skömmum tíma, 9 mánuðum. Virðist það alveg ein- sætt fyrir ungar kennslukonur, að afla sér þessarar sér- þekkingar, því að mun betur standa þær að vígi á eftir í samkeppni um sæmilegar stöður, auk þess sem þær þreyt- ast miklu síður á kennslunni, er þær geta skipt kennslu- tíma sínum milli bóklegrar kennslu og matreiðslukennslu. Nú hefst nýtt námstímabil í skólanum 14. sept. í haust, en vitanlega þurfa umsóknir um skólavist að vera komnar áður. Margar stúlkur hafa þegar sótt um inntöku í hús- mæðrakennaradeildina. Nokkurt rúm mun enn vera í skóla- eldhúskennaradeildinni. Ó. Þ. K.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.