Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 125 að verkum, að breyta verði prófverkefninu eða einkunna- g-jöfinni. Er þá annað tveggja, að þyngja eða létta verk- efnin smátt og smátt, svo að litlu muni í hvert sinn, eða breyta þeim rækilega í eitt skipti og gera þá jafnframt kennurum grein fyrir þeirri breytingu og ástæðunum til hennar. Það mun ekki orka tvímælis, að stafsetningarverkefnið nú í vor sé talsvert þyngra en í fyrra. Við því er ekkert að segja í sjálfu sér, því að verkefnið í fyrra var mikils til of létt á sumum stigum einkunnanna, og sennilega er verkefnið frá í vor miklu nær þeim kröfum, sem skaplegt er að gera til kunnáttu barna í réttritun. En ónotalega kemur það við á ýmsum stöðum, að barn skuli fá lægri einkunn í réttritun í vor en það fékk í fyrra, þó að því hafi farið sæmilega fram í stafsetningu í vetur. Samræmis þarf að gæta frá ári til árs í þessum prófum eftir því, sem frekast er unnt. Um verkefni í lestri er það fyrst að segja, að margir kennarar munu sakna þess, að verkefni í hljóðlestri vant- aði alveg. Sú tegund lestrar er svo mikill þáttur í öllum lestri manna nú á dögum, að skólarnir verða að leggja rækt við hana og sjálfsagt, að börn taki próf í henni. Hins vegar eru slík vandkvæði á samningu verkefna í hljóðlestri, að ekki má gera ráð fyrir að aðrir láti búa þau til en fræðslumálaskrifstofan eða stærstu barnaskól- arnir. En lestrareinkunn, þegar aðeins er prófað í radd- lestri, er ekki sambærileg við lestrareinkunn, þegar prófað er bæði í raddlestri og hljóðlestri. Sú breyting hefur verið gerð á verkefninu í raddlestri, að það er styttra nú en áður og lengd þess miðuð við það, að hún nægi til þess að fá einkunnina 8. Það, sem vantar á til hæstu einkunnar, skal fara eftir mati á lestrarlagi barnsins. En til þess hefur í raun og veru verið ætlazt undanfarin ár, að hraðinn réði ekki hæstu einkunnunum, heldur lestrarlag, þótt allvíða hafi menn lítið tillit tekið til

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.