Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 8
106
MENNTAMÁL
nafnið ér skarhmstöfun sú, sem notuð 'er í skýrslunni hér'að'ofán):
Kennaraskólinn (K.), 1924—26.
Grænaborg (G.), frá 1931.
Stýrimannaskólinn (St.), 1936.
Vesturborg (V.), frá 1937.
Málleysingjaskólinn (M.), sumarið 1940.
Arhtmannsstígur 1 (A.), véturinn 1940—41.
Tjarnarborg (T.); frá liausti 1941.
Suðurborg (S.), frá síðari bluta árs 1943.
Grænaborg, Vesturborg og Tjarnarborg eru eign Sumargjafar, en
Reykjavlkurbær á Suðurbórg og liefur lánað hana félaginu til 10 ára.
2) Svigar utan um nöfn starfsstiiðva tákna, að starfsemin hefur
verið flutt Jiangað úr hinuiri staðnum á árinu, cn ekki rekin á báðum
stöðunum samtímis.
3) Árið 1941 féllu sumardagheimili niður, cn sumardvalarheimili
voru starfrækt í Reykholti og á Hvanneyri undir stjórn Sumargjafar.
4) Sumurin 1924 og 1925 lét félagið starfrækja leikvöll í Vestur-
bænum, og 1926 hafði fclagið leikjakennslu fvrir börn.
5) Veturinn 1931—32 var starfræktur í Grænuborg vinnuskóli fyrir
börn, sem ckki áttu samleið með öðrum börnum, og var Jiað gert í
samráði við Reykjavíkurbæ.
Félagið hefur gengizt fyrir almennri fjársöfnun á sum-
ardaginn fyrsta öll jDessi ár, en Bandalag kvenna hafði
áður safnað fé til styrktar börnum þann dag í 3 ár. Er
sumardagurinn fyrsti vel á veg kominn að skipta um nafn
í Reykjavík og kallast barnadagur.
Félagið hefur jafnan haldið skemmtanir á sumardaginn
fyrsta og selt merki og blöð og bækur, er það hefur gefið
út í því skyni. Það hefur gefið út Sumargjöfina í 5 ár
(1925—29) og Sólskin í 15 ár (1930—44) og Barnadags-
blaðið í 11 ár (1934—44).
í skýrslu þeirri, sem hér fer á eftir, má sjá, hvernig
fjársöfnun félagsins hefur gengið síðastliðin 10 ár. Jafn-
framt sést þar upphæð styrkja þeirra, er hið opinbera hefur
veitt félaginu. I aftasta dálki er tala félagsmanna síðustu
10 árin.