Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 16
114 MENNTAMÁL tveimur árum síðar, 1791, var skólinn gerður að ríkis- skóla, og er það fyrsti málleysingjaskólinn kostaður af opinberu fé, og fengu inntöku í hann jafnt fátækir sem ríkir. Árið 1776 gaf de L’Epée út bók um kennsluaðferð sína. í formála hennar segir hann, að þegar hann byrjaði kennsl- una, hafi hann enga hugmynd haft um það, hvernig hann ætti að kenna og að hann hafi þá aldrei séð bækur um þetta efni, né vitað að mögulegt væri að kenna mállaus- um að tala. De L’Epée lagði mikla áherzlu á að láta nem- endur sína hugsa sem skýrast og rökréttast. í þeim til- gangi bjó hann til merkjakerfi, samansett eftir vissum reglum, sem svöruðu til málfræði í rituðu og töluðu máli. Kennsluna byrjaði hann með því að kenna fingramál og þá jafnframt að skrifa, síðan nöfn algengra hluta og verknaða og útskýrði meiningu þeirra án þess að hugsa nokkuð um málfræðilega samansetningu setninga. Hann kenndi nemendunum að tala, en taldi ekki eiga að nota það talmál, sem þeir lærðu, við að kenna þeim annað, heldur ætti þá að nota fingramál og bendingar, og bjó hann í þeim tilgangi til kerfisbundið bendingamál. Um daga L’Epée og allmörg ár eftir dauða hans var kennslu- aðferð hans tekin upp hjá flestum eða öllum í Frakklandi og nágrannalöndum, sem fengust við málleysingjakennslu. í Þýzkalandi var fyrsti almenni skólinn stofnaður í Leipzig 1778, og er þar ennþá stærsti málleysingjaskóli landsins. Fyrsti skólastjóri hans var Samuel Heinicke. Hann fordæmir kennsluaðferð de L’Epée og bendinga- og fingramál hans, en leggur alla áherzluna á að kenna nem- endunum að tala. Heinicke hélt kennsluaðferð sinni strang- lega leyndri, og er lítið vitað um hana annað en það, sem nemendur hans hafa sagt, og svo úr bréfum, sem hann og de L’Epée höfðu skipzt á. Heinicke taldi, að það væri því aðeins mögulegt að kenna heyrnarlausum börnum að tala, að annað skilningarvit gæti tekið við störfum heyrn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.