Menntamál


Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 26
124 MENNTAMÁL ÓLAFUR Þ. KRISTJÁNSSON: Landsprófið Fræðslumálastjórnin hefur nú í vor eins og oft að und- anförnu sent út prófverkefni í lestri, réttritun og reikningi. Af blaði því, er með verkefnunum fylgir, má sjá, að börnin eiga að fá einkunnir við vorprófin í skólunum (þar með talið fullnaðarpróf) eftir því, hvernig þau leysa þessi verkefni af hendi, en jafnframt er hér um yfirlitspróf að ræða handa námsstjórum og fræðslumálastjórn. Ekki skal það gert að umtalsefni hér, hvort heppilegt sé, að sama prófið sé notað í þessum tvöfalda tilgangi. Það, sem um verkefnin verður sagt hér á eftir, er ein- göngu miðað við þau sem verkefni til vorprófs í skólun- um. Sú regla hefur alllengi verið höfð við einkunnagjöf í lestri, skrift, réttritun og reikningi, að einkunnirnar eru miðaðar við getu barnanna án tillits til aldurs þeirra. Þessu fylgir meðal annars sá mikli kostur, að einkunnir hvers barns eiga þá að geta farið hækkandi frá prófi til prófs, þar til hæstu einkunn er náð, og barnið og aðstand- endur þess borið frammistöðu þess og framfarir á hverj- um tíma saman við eldri próf þess. En því aðeins er þetta unnt, að prófin séu jafnþung frá ári til árs. Þessi höfuð- grundvöllur, sem einkunnagjöfin er byggð á, verður að dúandi sandkviku, ef samræmi skortir í prófin. Nú má vitanlega ekki skilja þetta svo, að aldrei megi hvika neitt frá þeirri reglu, að prófin skuli vera jafn- þung frá ári til árs. Það getur þvert á móti verið nauð- synlegt að breyta þyngd þeirra. Kröfur til kunnáttu og getu í námsgrein eða breytingar á kennslu geta gert það

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.