Menntamál - 01.05.1944, Blaðsíða 4
102
MENNTAMÁL
ryðjum oss aldrei til rúms meðal annarra þjóða eða vinn-
um oss virðingu þeirra og álit með mannfjölda eða auð-
legð. Oss er sú leið ein opin að taka öðrum fram, skapa
oss þann dóm, að vér séum heiðarleg og manndómsmikil
menningarþjóð, þótt fámenn sé. En vegur hverrar þjóðar
byggist á manngildi einstaklinga þeirra, er hana mynda.
Innan skamms fögnum vér stofnun lýðveldis hér á landi.
Þá er sérhverjwm íslendingi skylt að heita því að vera
jafnan trúr sjálfum sér og þjóð sinni. Ríkari skylda er þó
að efna það heit eftir föngum. Framtíð lýðveldisins, sjálf-
stæði vort og frelsi er að nokkrum hluta lcomið undir
hverjum einstaklingi, hver drengur hann reynist þjóð
sinni í daglegu lífi sínu. Undan þeirri ábyrgð fær enginn
maður skotizt. Allar veilur einstaklingsins koma fram í
því, að þjóð hans verður veikari vegna þeirra, framtíð
hennar óvissari, sjálfstæði hennar og frelsi í meiri hættu.
Hver einstaklingur þarf að horfast í augu við þessar stað-
reyndir og velja síðan lífi sínu þá stefnu, er liann telur
bezt sæma.
Vér viljum eigi, að tjáldað sé til einnar nætur, er vér
stofnun lýðvéldi vort. Oss er það alvörumál, að framtíð
þess verði löng og giftusöm. Sú tcynslóð, sem við því á
að talca að oss liðnum, þarf að vera sem bezt undir hlut-
verk sitt búin.
Milcil er sú skylda og þung sú ábyrgð, er hvílir á kenn-
urum landsins, skólanefndum, foreldrum og öllum öðrum,
sem nolckur afskipti hafa af uppeldi barna og unglinga.
Allir þessir menn eiga hver eftir sinni getu og aðstöðu
að velta völum eða bera björg í þann grjótmúr, sem vernda
slcal í framtíðinni frelsi og sjálfstæði hins íslenzka lýð-
veldis, en sá múr er þegnskapur og manngildi hvers ein-
staks þjóðfélagsborgara.
Ólafur Þ. Kristjánsson.