Menntamál - 01.12.1951, Side 7
menntamál
125
um, aS verkefnið okkar mistækist ekki, heldur yrði meðal
hinna beztu, sem yrði skilað að þessu sinni.“
Starfsaðferðin virðist knýja börnin til þess að gera
sem þau geta bezt. Og er það ekki einmitt þetta, sem skól-
inn sækist eftir? En hinni hefðbundnu bekkjarkennslu
þó mistekst, af því að hún hefur ekki þessi áhrif á börnin.
Norskur kennari minntist á þetta í bréfi til mín árið 1938:
„Fyrir mínum sjónum horfa málin þannig við: okkar
venjubundna skólastarf með lexíunámi og þess konar er
hreinasta eyðimörk, tilbreytingalaust og leiðinlegt, um
fram allt leiðinlegt. Það er eins og maður verði að dragnast
áfram gegnum lexíurnar. Þetta orkar hér um bil á sömu
lund bæði á kennara og nemendur. — Einn góðan veður-
dag tók ég því þá ákvörðun, að nú skyldi verða breyting á
þessu. (Hann skipti um borð og stóla í kennslustofunni
og bar þangað blóm. —) En ég var ekki ánægður að held-
ur. Ég uppgötvaði seinna dálítið annað: Það, sem var
að, var ekki það, að aðbúnaður væri ekki nógu góður,
heldur var kennaranum sjálfum ábótavant.“
Og hann lagði upp í námsferð til að kynnast nýjum
vinnubrögðum.
Hugsum okkur nú, að hin venjulega starfsaðferð skól-
anna, sem við bjuggum við sem börn, unglingar, kenn-
aranemar og nýbakaðir kennarar — að þessi aðferð sé
ekki það þjóðráð, sem við hyggjum vegna ofurþunga hefð-
arinnar. Hugsum okkur, að hún sé í þess stað þrándur
í götu þess, að börnin geti vaxið og þroskazt til þess að
verða sjálfstætt og hugsandi fólk, góðir þegnar í lýðræðis-
þjóðfélagi, sem sjá, hvað nauðsynlega þarf að gera og
le&gja fúslega fram krafta sína til þess að koma því til
leiðar.
Bekkjarkennslan er ógnar þægileg fyrir kennarann,
það er víst og satt, en hún veldur aðgerðarleysi og ósjálf-
stæði hjá börnunum, og þau kúldast af henni. Þeim finnst
ekki farið með sig eins og fólk í skólanum, því að þar verði