Menntamál - 01.12.1951, Síða 11

Menntamál - 01.12.1951, Síða 11
menntamál 129 Leikfimi 487 437 Sund 500 433 Söngur 237 243 Teiknun 362 358 Handavinna 500 460 Matreiðsla 368 293 Enska 430 375 Svörin varðandi matreiðslu og ensku hafa dálitla sér- stöðu. Matreiðslu lærðu yfirleitt ekki nema stúlkurnar, enda eru jákvæð svör þeirra í yfirgnæfandi meirihluta, 239 af 259 töldu hana gagnlega og 203 kváðust hafa gam- an af henni. Nokkurar deildir lærðu ekki ensku, og svör- uðu þær yfirleitt ekki spurningunni, svo að jákvæð svör við ensku eru tiltölulega fleiri en kemur fram hér að framan. IV. spurning. Kvíðirðu fyrir prófum? (Greinarmunur skyldi gerður á því, hvort þau kviðu mikið fyrir, dálítið eða ekki neitt). Svör: 146 kváðust kvíða mikið, 267 dálítið, en 110 ekk- ert. I svörunum kom fram mikill munur á afstöðu stúlkna og pilta. 117 stúlkur kviðu mikið fyrir, en ekki nema 29 piltar, aftur voru þeir heldur fleiri í miðflokknum eða 142 á móti 125, hins vegar voru þeir að miklu leyti einir um kvíðaleysið eða 94 á móti 16. V. spurning varðaði það, hvaða verklegar greinar nem- endurnir kysu helzt þeirra greina, sem þau lærðu lítið eða ekki í skóla. Var vélritun þar langhæst í flokki bæði meðal stúlkna og pilta. Að öðru leyti kusu stúlkur helzt útsaum, en piltar tréskurð og gerð eðlisfræðitækja. Ég sé ekki ástæðu til að rekja svörin nánar. Af þeim er vafalaust hægt að draga ýmsar ályktanir, en ég mun að Miestu leyti leiða það hjá mér að þessu sinni. Þó get ég ekki

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.