Menntamál - 01.12.1951, Side 12

Menntamál - 01.12.1951, Side 12
130 MENNTAMÁL stillt mig um að benda á ýmislegt, sem þau virðast gefa vísbendingar um. Því er stundum haldið allharkalega fram, að skólaskyld- an sé hið mesta nauðungarákvæði. Eftir svörunum að dæma mundu langflestir unglingar í Reyk.javík sækja skól- ana, þótt um enga skólaskyldu væri að ræða, og þeir gera það, þar sem milli 80 og 90% 16 ára unglinga sækja nú 3. bekk gagnfræðaskólanna, þótt það sé engin skylda. Það eru því einhver önnur öfl að verki, sem knýja ungling- ana í skólana í flestum tilfellum. Mikið er rætt um skólaleiða. Og skal ég sízt bera brigður á, að hann geri um of vart við sig. Hins vegar gefa svörin tilefni til að ætla, að við margt sé fengizt í skólunum, sem nemendurnir hafa ánægju af, og sérstaklega við margt, sem þeir telja sér gagnlegt að nema. Ekki get ég varizt þeirri tilhugsun að þykja dálítið ískyggilegt, hvílíkt kvíðaefni prófin virðast nemendunum. Kvíði og uggur eru lamandi kenndir og sízt fallnar til að efla lífsorku og þrótt. Tel ég fulla ástæðu til, að íslenzkir skólar svipuðust um eftir einhverjum miður uggvænlegum aðferðum til þess að rannsaka starfsárangur sinn en nú tíðkast. Að öðru leyti læt ég góðfúsan lesanda um að draga álykt- anir af þessari lítilfjörlegu athugun á viðhorfi ungling- anna til skólastarfsins. Á. H.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.