Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 6

Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 6
Kennarar og nemendur í enskutíma. sínu þannig, að þjóðfélagið í heild fái sem bezt- an arð af því fé, sem það leggur af mörkum til skóla og uppeldismála í landinu. Samband íslenzkra barnakennara (S.Í.B.) tel- ur brýnt, að ríkisvaldið fullnýti áætlaðan frarn- kvæmdatíma laganna til að korna á þeirn um- bóturn í uppeldis- og skólamálum, sem frum- varpið gerir ráð fyrir. S.Í.B. telur það grundvallarskilyrði til þess að hægt verði að framkvæma 9 ára skólaskyldu og einsetinn skóla, a) að komið verði á fót sérskólum og stofnun- um fyrir þá nemendur, sem ckki geta stund- að nám í almennum grunnskóla (sbr. 52. gr. frumv.). b) að nægilegt skólarými og sérmenntaðir starfs- kraftar séu fyrir hendi. S.Í.B. telur, að ákvæðin um skólarannsóknir, skólabókasöfn, sérkennslu, ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu ættu að leggja traustan grundvöll að breyttum og bættum starfsháttum í skólunum — að J>ví tilskildu, að þau verði framkvæmd undan- Ijragðalaust. Auk framantalinna atriði vill S.Í.B. benda á eftirfarandi: 1. Ein megin röksemd fyrir lengingu skóla- skyldunnar um eitt ár, er, að með Jjví verði námsaðstaða nemenda í dreifbýli gerð jöfn við aðstöðu nemenda í Jjéttbýli. S.Í.B. telur, að Jjetta eitt nægi ekki til að jafna námsaðstöðuna. Hér verður að tryggja, að nem- endur dreifbýlisins fái notið kennslu manna, sem hafa sérmenntað sig til kennslustarfa. Eins og kunnugt er, hefur reynzt erfitt að fá kennara- menntað fólk til að sinna kennslustörfum í dreif- MENNTAMÁL 4

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.