Menntamál - 01.02.1973, Side 12

Menntamál - 01.02.1973, Side 12
Það er leikur að læra. Um 14. gr. S.Í.B. telur óþarft að binda í lögum skilyrði um búsetu þessara starfsmanna fremur en ann- arra starfsmanna, sem lögin taka til. Um 16. gr. Með breytingartillögunni er stefnt að því, að skólanefndirnar geti á sama hátt og fræðsluráð verið aðilar að skiptingu landsins í skólahverfi. Um 17. gr. Lagt er til, að um embættisgengi skólafulltrúa gildi sömu reglur og um embættisgengi fræðslu- stjóra. Þar sem gera má ráð fyrir, að störf skóla- fulltrúa verði aðallega á sviði skóla- og uppeldis- mála, sbr. störf fræðslustjóra, er eðlilegt að tryggja til starfsins kennara nteð nokkra starfsreynslu. Um 18. gr. Breytingin felur í sér að kveða nánar en gert er í frumvarpinu á um setu skólastjóra á skóla- nefndarfundum, er það nauðsynlegt til Jtess að koma í veg fyrir ágreining, er komið gæti upp síðar. Um 19. gr. Þarfnast ekki skýringar. Um 20. gr. Fyrsta og önnur breytingatillaga við greinina er um stjórn grunnskóla. í 2. mgr. frumv. er gert ráð fyrir, að kennararáð ásamt skólastjóra fari með stjórn skólans. S.Í.B. telur, að yfirkennari eigi einnig að sitja fundi skólastjórnar, og er því lagt til, að það sé ákveðið í lögunum. í 3. mgr. frumv. eru ákvæði um, að skólanefnd og fræðslustjóri felli lokaúrskurð um ágreinings- mál um stjórn skólans. Lagt er til, að hér verði um úrskurð að ræða en ekki lokaúrskurð, þar sem úrskurði fræðslustjóra og skólanefndar má væntanlega vísa til menntamálaráðuneytisins, eins og víðast kemur fram í frumv. Vegna ákvæða um kennarafundi þykir rétt að undirstrika nauðsyn þeirra, en hins vegar er vafasamt, að rétt sé að binda í lögum ákvæði um mánaðarlega almenna kennarafundi. Það hefur mikla þýðingu fyrir skólastarfið að halda fundi, með ákveðnum liópum kennara, ýmissa aldurs- flokka eða námsgreina, með vissu millibili, þar MENNTAMÁL 1Q

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.