Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 13
sem rætt er nánar um námsefni, kennsluliætti
o. fl. en gert er á almennum kennarafundum.
Um 21. gr.
Telja verður eðlilegt, að kennarafundur eigi
einnig að hafa rétt til að bera fram óskir um
stofnun foreldrafélags. S.Í.B. getur ekki fellt sig
við orðalag greinarinnar um, að foreldrafélög
eigi „að fylgjast með skólastarfinu". Hætta er á,
að slíkt mætti misnota á ýrnsan hátt. Er því lagt
til, að markmið foreldrafélaga verði fyrst og
fremst „að styðja og efla skólastarfið".
Um 22. gr.
Ekki er talin ástæða til þess að binda í lögum
ákvæði um nemendaráð ákveðinna aldursfokka
í grunnskóla. Rétt þykir, að hver skóli geti ákveð-
ið í livaða aldursflokkum skidi stofnað nemenda-
ráð, svo og hvernig það skuli skipað, hvernig
stjórn skuli valin o.s. frv.
Um 23. gr.
Hér er lagt til, að skólar verði einsetnir fyrir
nemendur 4.-9. bekkjar. Það er skoðun S.Í.B., að
húsnæði fullnægi ekki kröfum grunnskólans nema
það sé einsetið. Með einsetnum skóla er átt við,
að starfstími nemenda sé samfelldur og í hverri
kennslustofu verði einungis ein hekkjardeild,
ef miðað er við það kennslufyrirkomulag, sem
algengast er nú. Nauðsyn einsetins skóla er mjög
brýn. Tví- og þrísetinn skóli, eins og víða tíðkast
hér á landi, stendur í vegi fyrir nauðsynlegri
endurnýjum á „innra starfi" skólanna. Það er
skoðun S.Í.B., að útilokað sé að koma á þeim
breytingum á starfi skólanna, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir að þurfi að verða, ef ekki er jafn-
framt gert ráð fyrir einsetnum skóla.
Á 22. fulltrúaþingi S.Í.B., sem haldið var í
júní 1972, var samþykkt eindregin áskorun um,
„að taka nú þegar upp öfluga baráttu fyrir ein-
setnurn skóla og heija stórsókn í þessu rnáli á
sem víðtækustum grundvelli og fá í lið með sér
samtök foreldra, nemenda og annarra hagsmuna-
hópa, sem hér eiga hlut að máli. Telur þingið,
að allir framhaldsskólar landsins skuli vera ein-
setnir, og unnið skuli að ]>ví í tveim áföngum,
að barnaskólar verði það einnig. Verði fyrst
stefnt að einsetningu í 10, 11 og 12 ára bekkjum
og síðan í neðri bekkjum barnaskólanna. Jafn-
framt verði nemendum og kennurum sköpuð
vinnuaðstaða í skólunum, þannig að öll vinna
þeirra geti farið þar fram.“
í þessu sambandi er rétt að benda á, að verði
skólar einsetnir, skapast um leið vinnuaðstaða
fyrir nemendur til vinnu utan kennslustunda t.d.
við undirbúning námsins, sem nú fer að mestu
fram á heimilunum. (Sbr. 25. gr.)
Um 25. gr.
Nauðsynlegt er að auka ltúsrými skólanna,
sérstaklega ef nemendur eiga í framtíðinni að
ljúka heimanámi í skólanum. Athygli er vakin á
því, að heimanám eða nám utan kennslustunda
verður ekki bundið við undirbúning fyrir næsta
skóladag. Við hönnun skólahúsnæðis verður því
að taka tillit til fjölbreyttra vinnuhátta í skóla.
Um 30. gr.
S.Í.B. telur ekki eðlilegt, að það sé sett að skil-
yrði við skipun í starf skólastjóra, að hann hafi
aflað sér viðbótarmenntunar, heldur megi setja
skilyrði um, að liann al'li sér hennar, eftir að
staða er veitt. Ákvæði frumvarpsins gæti komið í
veg fyrir, að góður starfskraftur nýttist.
Um 31. gr.
S.Í.B. leggur til, að starfsheitið yfirkennari verði
notað í stað orðsins aðstoðarskólastjóri. Orðið
„aðstoðarskólastjóri" er langt og óþjált í notkun
og á engan liátt fegurri eða gleggri orðmyndun en
orðið yfirkennari, sem er orðið fast í sessi í ís-
lenzku máli og auðskilið og tamt öllum þorra
manna.
Í greinargerð „er gert ráð fyrir, að felld verði
niður störf yfirkennara".
Þetta verður varla skilið á annan veg, en að að-
stoðarskólastjóra verði falin önnur störf en þau,
sem yfirkennarar liafa unnið frarn að þessu. Ef
Jretta er rétt hjá nefndinni, að leggja eigi niður
þau störf, sem yfirkennarar hafa haft, þá þarf að
liggja ljóst fyrir, livaða störf aðstoðarskólastjöri
á að vinna í skólanum.
MENNTAMÁL
11