Menntamál - 01.02.1973, Síða 20

Menntamál - 01.02.1973, Síða 20
fullnægjandi undirbúningur fyrir nemandann til þess að hefja nám eftir þeirri leið, sem liann kýs. En í stað þess að gera minni kröfur um undir- búning að framhaldsnámi, er hugmyndin sú, að auka námsefnið með því að lengja árlegan starfs- tíma og nýta betur skólatímann í hinum níu ára samfellda grunnskóla með breyttu námsefni og breyttunr kennsluháttum. Ástæðulítið virðist því vera að viðhalda fjórða bekk gagnfræðaskólanna. Einnig virðist 16 ára aldurinn að mörgu leyti lieppilegur til að skipta um skóla. Markmið, skólaskylda og fleira í fyrsta kafla frv. til laga um grunnskóla er ákvæði um eins árs lengingu skólaskyldunnar frá því, sem nú er. Meginmarkmið með lengingunni hlýtur að vera það að jafna þann aðstöðumun til náms barna og unglinga, sem ríkt hefur milli ein- stakra byggðarlaga jafnframt því, að þjóðfélagið tryggir þegnum sínum þá undirbúningsmenntun, sem þarf til framhaldsnáms. Þessu ber að fagna sem óhjákvæmilegu skrefi í samræmi við þróun þjóðfélagsins. Hins vegar þarf öllum að vera ljóst, að til þess að aukin skólaskylda nái tilgangi sínum, þurfa margar forsendur að breytast frá því sem nú er: 1. Auka þarf fjármagn stórlega, bæði í stofn- kosfnað og rekstur. Á mörgum stöðunr vantar nú þegar mikið á, að skólahúsnæði uppfylli núgildandi ákvæði laga. Endurskoða þarf núgildandi „norm“ um skóla- byggingar með tilliti til ýnrissa breytniga á innra starfi skólanna s.s. kennslufyrirkomulagi, vinnu- aðstöðu fyrir nemendur og kennara, mötuneyti og aðstöðu fyrir annað aukið starfslið, sem óhjá- kvæmilega verður að ráða að skólununr. Áætlað hefur verið að auka Jrurfi húsnæði skólanna í þéttbýli um 10% frá núgildandi „normum", vegna vinnuaðstöðu fyrir nemendur. Er Jretta áætlað um 20 þús. kr. á hvern nemanda, sem yrði nálega 300 millj. kr. í Reykjavík einni. Auk Jressa þarf að byggja ýmsar sérstofnanir, sem alltaf hefur vantað, en nauðsyn Jreirra verð- MENNTAMÁL 18 ur enn brýnni við lengingu skólaskyldunnar, ef vissir erfiðleikar, sem nú er við að etja í skóla- starfinu, eiga ekki að aukast. Aukinn rekstrarkostnaður er í greinargerð með frumvarpinu áætlaður nálega 300 milljónir króna, sem dreifist á 10 ára tímabil. Virðist Jrað varlega áætlað. 2. Nauðsynlegt er, verði frumvarpið að lögum, að það konri til framkvæmda á sem allra stytzt- um tíma hvarvetna urn landið, svo að aðstöðu- munur vegna búsetu aukist ekki enn meir en nú er. Slíkt væri í algerri andstöðu við megin- tilgang frumvarpsins, en heimildarákvæði 5. gr. og 42. gr. um undanþágu, bæði frá árlegum skólatíma og níu ára skólaskyldu, gefa tilefni til þeirrar ályktunar. Nemandi grunnskóla, sem starfar samkvæmt lágmarksákvæðum 42. gr. hefur í lok grunnskóla- námsins fengið um 87% af Jrví kennslumagni, sem jafnaldri hans fær í grunnskóla með óskert- an starfstíma. Hvernig stendur sá nemandi að vígi, sem numið hefur við skóla, ]>ar sem báðum heimildarákvæðunum hefur verið beitt? Þessi heimiklarákvæði um svo rnjög skertan starfs- tíma grunnskóla verða í enn rneiri andstöðu við höfuðstefnu frumvarpsins, Jiegar litið er á ann- að ákvæði í 42. gr. J^ar sem segir: „Geti skóli af ófyrirsjáanlegum ástæðum ekki fullnægt starfs- dagsskyldu sinni á reglulegum starfstíma, Jrá skal starfstíminn framlengdur ]>ar til fullum starfsdagafjölda er náð“. Furðulegt má telja, að ekki skuli vera að finna ákvæði um fjölda starfsdaga Jreirra skóla, sem notfæra sér heimildarákvæði 42. gr. um skertan árlegan starfstíma, Jrað því fremur, sem hér er um að ræða almenna heimild til slíks skólahalds (sbr. greinarg. bls. 46). Ekki verður heldur séð, að skylt sé að framlengja slíka skóla, ef vanhöld verða á reglulegum starfstíma. í greinargerð með 42. gr. frumvarpsins er gerð- ur eðlilegur og þarfur samanburður á starfstíma íslenzkra skóla við skóla hinna Norðurlandanna. En verður ])á væntanlegur íslenzkur grunnskóli svo ásettur, hvað kennslumagn snertir, að ekki megi glatast nokkur starfsdagur? Eðlilegt er, að gert sé ráð fyrir einhverjum afföllum á heildar-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.