Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 22
vera gott, en sé svo ekki, er vafasamt, að ráðn-
ingarformið eitt bæti þar nm.
Það er mjög óeðlilegt, að einn starfshópur sé
þannig tekinn út úr heildinni og staða hans sett
á ótraustari grunn. Hitt er svo annað mál, að vel
kemur til álita að ráða fleiri hópa til skamms
tíma, t.d. fræðslustjóra, skólastjóra o.fl. Sú skoð-
un hefur líka komið fram í þessu sambandi,
hvort ekki færi vel á því, að fastir kennarar
livers skóla velji sér yfirmann úr sínum liópi,
sem stjórni skólanum í umboði þeirra tiltekinn
tíma.
Sjálfsagt er, að ákvæðin um uppsögn starfs
(sbr. 33. gr.) verði með löglegum fyrirvara. Eng-
in gild rök hafa verið færð fyrir því, að nauð-
syn sé annarra uppsagnarákvæða fyrir starfsmenn
skóla en annarra opinberra starfsmanna. Ef seina-
gangur á ráðningu hefur torveldað starf skól-
anna fram til þessa, þarf að finna önnur úrræði
en þau að lengja uppsagnarfrest upp í sjö mán-
uði.
Starf skólaráðskonu er mikilvægt. Staðgóð
þekking á næringargildi og hollustu matvæla,
ásamt hagnýtri meðferð þeirra er þess virði, að
fólk, sem ræðst til forstöðu mötuneyta, hafi við-
urkennda sérmenntun til þeirra starfa. Skjóta
má því hér að, hvort starfsheitið forstöðukona
mötuneytis hæfi ekki betur en skólaráðskona.
Verði að því horfið að gera skólaráðskonur
að föstum starfsmönnum ríkisins, teljunr við
óeðlilegt, að miða þá reglu við 30 nemenda
mötuneyti sem lágmark. Fámennum heimavistar-
skólum hefur fækkað undanfarin ár og mun
trúlega fækka enn. Fámennustu heimavistarskól-
arnir verða eflaust í afskekktustu byggðarlög-
um landsins og ekkert sjálfsagt réttlæti í að
meina ráðskonum þeirra skóla að verða fastir
ríkisstarfsmenn. FTlutfallslegur jöfnuður í rekstr-
arkostnaði milli einstakra skóla næst hvort sem er
aldrei, ef halda á uppi byggð um landið.
Ýmis ákvæði
Ákvæðin um vikulegan kennslutíma nemenda
virðist þurfa rækilegrar endurskoðunar við. Rétt
er að benda á, að til viðbótar kennslutíma koma
15% vegna stundahléa, og auk þess sá tírni, sem
þarf til undirbúnings fyrir næsta kennsludag
eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Gæta
verður þcss, að vinnuálag, sé ekki óhæfilega mik-
ið á börn og ungfinga, ekkert síður við nám en
önnur störf.
Ákvæðin urn skiptingu landsins í fræðsluum-
dærni auka vafalaust áhrif landshlutanna á
fræðslumál þeirra, og er það til bóta. Einnig
má ætla, að skiptingin stuðli að betra skipulagi
og meiri hagkvæmni í rekstri skólanna. Sú skoð-
un hefur komið fram, að fræðsluumdæmin fái
þó ekki það vald, sem æskilegt væri.
Fagna ber ákvæðum um endurmenntun og
orlof kennara. En þörf er á að auka nrjög fjár-
framlög í þessu skyni, til þess að sem flestir geti
notfært sér það, sem í þessunr ákvæðum felst.
Þá má einnig nrinnast á athyglisverð ákvæði
unr starfsafslátt við 55 ára aldur, námsmat, ráð-
gjöf og sálfræðiþjónustu, skólabókasöfn og auk-
ið fjármagn til félagsstarfa nenrenda.
Hér að framan lrefur verði drepið á nokkur
atriði í frumvarpi til laga unr grunnskóla. Fá-
einum meginatriðum hafa verið gerð nokkur
skil, en rétt minnzt á önnur. Hér er því ekki unr
neina greinargerð unr frumvarpið í heild að
ræða. í lreild er frumvarpið spor fram á við, en
það þarfnast lagfæringar.
Það skiptir höfuðmáli, að undirstaðan sé traust,
sem byggja skal á, svo að framkvæmdin fari vel
úr hendi, þegar frumvarp þetta er orðið að liig-
um.
Frá F. H. K.
Athugasemdir við frumvarp ti! laga
um grurmskóla
Stjórn Félags háskólamenntaðra kennara fagn-
ar því að frumvarp til laga um grunnskóla skidi
á ný hafa verið lagt fyrir alþingi eftir rækilega
endurskoðun. Telur stjórnin, að svo margar og
mikilvægar umbætur felist í frumvarpinu, að
nauðsynlegt sé, að það verði að lögum þegar á
þessu þingi. Má þar telja lengingu skólaskyld-
unnar, dreifingu á miðstjórnarvakli í skóla-
MENNTAMAL
20