Menntamál - 01.02.1973, Page 30
skólaskyldan er 8 eða 9 ár, lieldur þetta, sem
ég nefndi. Núna setja framhaldsskólarnir 9.
skólaárið og jafnvel það 10. sem inntökuskil-
yrði, og ég tel miklu erfiðara að breyta frarn-
haldsskólakerfinu til samræmis við núverandi
skólaskyldu en að lengja skólaskylduna. Höfuð-
atriðið er þó, að skólastigið og skólaskyldan
fari saman.
Jóhannes: Ég er þeirrar skoðunar að til lenging-
ar skólaskyldu hljóti að koma. Sú þróun, sem
orðið hefur í þessu efni frá aldamótum, verður
ekki stöðvuð og þaðan af síður snúið við. Hins
vegar tel ég, að við séum að ýmsu leyti van-
búnir lengdri skólaskyldu. Ég tek undir það
hjá Kristjáni, að tengingin við framhaldsnám-
ið sé mjög ntikilvæg. Þó má ekki gleyma því,
að skyldunámið er sú grunnmenntun, sem
þjóðfélagið krefst að þegnarnir hafi, áður en
námsbrautir greinast eða nárni er hætt.
Andri: Ég hef verið þeirrar skoðunar og styrkzt
í henni með árunum, að þau rök, sem mæla
með lengingu skólaskyldunnar, séu miklu
þyngri á metunum en þau, sem mæla gegn. Ég
tek undir þau rök, sem hér liafa komið fram
fyrir lengingu skólaskyldunnar, en vil benda
á, að eit.t hefur framar öðru verið nefnt sem
rök gegn þessari lengingu, og það er, að skól-
inn geti ekki haft svo mikla námsaðgreiningu
á 9. ári, að hann komi öllum til nokkurs þroska.
Þessi uppgjafarstefna er mér lítt að skapi, ])ó
að ég sé vissulega þeirrar skoðunar, að lenging
skólaskyldunnar verði ekki framkvæmd á mjög
skömmum tíma. Ef skólaskyldan ætti að vera
misjafnlega löng, þá yrði það að vera á þann
hátt, að þjóðfélaginu væri skylt að mennta þá,
sem fara hægar í námi, á lengri tíma en liina.
Verkmenntun
Haukur: Ef við snúum okkur næst að verkmennt-
uninni, þá má minna á, að í gildandi lögum
um gagnfræðanám eru greinar þar sem gert
er ráð fvrir bóknámsdeildum og verknáms-
deildum á gagnfræðastigi. Þessar deildir urðu
fárra ára gamlar. Þá langar mig að spyrja ykk-
MENNTAMÁL
28
ur, af hverju þessar deildir lögðust svo fljótt
niður og livort skipa eigi verknánti í afmarkað-
ar deiklir eða ekki?
Indriði: Ég skal ekki fjölyrða neitt um það, af
hverju þessar deildir lögðust svo fljótt niður,
en mér býður þó í grun, að ástæðan kunni að
vera sú, að hér á landi hefur helzt ekkert nám
verið metið, sem gæfi mönnum ekki síðar
kost á að komast í háskóla. Menntaskólarnir
hafa verið sú skólaviðmiðun, sem mótað hefur
viðhorf manna til náms á þessu skólastigi. Ég
held, að þetta hljóti að vera að nokkru leyti
þess vegna.
Andri: Þegar þessar deildir voru stofnaðar, var
eins og menn héldu, að ])ær kæmu upp nokkurn
veginn af sjálfu sér. Námsskrá vantaði, einnig
kennara í verklegum greinum, og enginn mað-
ur var ráðinn til að hafa urnsjón með þessum
deildum. Þær hafa aldrei orðið fugl né fiskur,
en þó hafa komið til á þessu sviði vissar athygl-
isverðar aðgerðir á síðustu árum, en nær ein-
göngu bundnar við Reykjavík.
í grimnskólafrumvarpinu er tekin sú stefna
að stofna ekki sérstakar deiklir, heldur geti
nemendur valdið sér verklegar greinar allt að
2 tíma í viku í 7. bekk grunnskóla, 4—5 í 8.
bekk og 7—9 í 9. bekk. Þetta bætist við vissan
lágmarkskjarna í verklegum greinum, þannig,
að verklegt nám getur orðið um þriðjungur
alls námsins. Þetta er aðeins minna en gert er
ráð fyrir í lögunum frá 1946, en megintilgang-
ur menntunar á skyldustigi hlýtur hins vegar
að vera almenn menntun. Verknámi hlýtur
einkum að vera ætlað það hlutverk að laga sig
að persónugerð og áhugasviði nemandans og
búa hann undir verkleg störf og verklega
skóla. Rök fyrir því að hafa hér ekki sérstak-
ar deildir, eru þau, að þær gætu fengið á sig
ákveðinn, sennilega neikvæðan stimpil, vegna
þess hve skoðanir íslendinga á eðli menntunar
eru enn rótgrónar og lireltar.
Kristján: Ég held, að ein af ástæðunum til ])ess,
að þessar deildir komust ekki á fót, hafi verð
sú, að verknám er mklu dýrara í framkvæmd
en bóknám. Það kostar tækjabúnað, stofnbún-
aður hlýtur að vera talsverður og kröfur til