Menntamál - 01.02.1973, Side 32
Ég helcl reyndar, að það séu rniklu fleiri en
yfirkennarar, sem eigi að ráða til ákveðins
tíma. Það sama á skilyrðislaust að gilda um
skólastjóra, fræðslustjóra og ýmsa aðra í skóla-
kerfinu. Ég get heldur ekki sætt mig við það
sjónarmið, að ekki megi koma á endurbótum
á ákveðnu sviði, t.d. í skólum, af því að endur-
bótum hefur ekki verið komið á alls staðar
í þjóðfélaginu. Ef alltaf á að bíða með endur-
bætur á einstökum sviðum eftir því, að lieild-
arendurbætur verði gerðar, þá getur sú 1)ið
stundum otðið býsna löng. Ef þetta yrði tekið
upp í fræðslulög sem regla, hugsa ég, að það
gæti haft áhrif á ráðningarform á öðrum svið-
um þjóðlífsins.
Andri: Þetta er álitamál eins og fleira, sem við
höfum rætt um. Starfssvið yfirkennara hefur
nokkra sérstöðu í skóla og eftir því, ltvernig
yfirkennari og skólastjóri skipta með sér verk-
um. Það er aðalorsökin fyrir því, að nefndin
setti þarna inn tímabundna ráðningu. Ég
held það sé tétt stefna að draga eitthvað úr
æviráðningunni. Það er áreiðanlega vert að
fara varlega í það, en ef þar yrði losað svolítið
um, myndu starfsmenn að líkindmn leggja sig
betur fram.
Indriði: Ég tek undir flest af því, sem hér hefur
komið fram, einkum það, sem Kristján Rersi
sagði um þetta. Yfirkennarar njóta þeirra
höfuðréttinda sem æviráðningin veitir ji.e.a.s.
atvinnuöryggis. Þetta ákvæði um yfirkennara
gæti gilt um skólastjóra og fleiri aðila, sem fást
við stjórnunarstörf. Ég held það væri mjög
æskilegt að hafa þarna meiri hreyfanleika, því
að menn eru ekki jafngóðir starfskraftar ævina
á enda.
Framkvæmd laganna
Haukur: Framkvæmd þessara laga er höfuðatriði,
sem vekur margar spurningar. Hvaða ákvæði
koma til framkvæmda strax og lögin öðlast
gildi og hvaða ákvæði síðar? Eru einhverjir
þættir þess eðlis, að erfitt verði að framkvæma
þá, nema á löngum tíma? Verður erfiðara að
framkvæma nýjungar, eins og ráðgjafar- og sál-
fræðiþjónustu, en annað?
Jóhannes: Ég held það sé töluvert undir því kom-
ið, að framkvæmdin fari vel úr liendi. í fyrsta
lagi þarf að tryggja skólanum hæfa starfskrafta.
Þá þarf að endurbæta og auka skólahúsnæði og
þá sérstaklega að reisa ýmsar sérstofnanir eins
og grunnskólalögin gera ráð fyrir.
Ingi: Ég tek undir það, að það veltur auðvitað
allt á því, að framkvæmdin verði ákveðin og
markviss. Jóhannes nefndi húsnæðismálin og
starfsliðið. En það má heldur ekki gleyrna
fjárhagshliðinni. Ef ekki verður veitt nægi-
legt fjármagn til að framkvæma lögin, er liætt
við, að þau verði aldrei nema nafnið tómt. Ég
vil svo nefna það, að í frumvarpinu eru ýms-
ir þættir, sem þarf að framkvæma strax, og er
raunar hægt að framkvæma þá, þó að frum-
varpið hafi ekki náð fram að ganga. Það þarf
aðeins góðan vilja til góðra verka. Ég minni í
því sambandi á ákvæðin um bókasöfn og fé-
lagsstörf í skólum, svo að eitthvað sé nefnt.
Kristján: Ég vil taka undir það, sem hér hefur
verið sagt um framkvæmd laganna. Til lítils
er að hafa góð lög, ef þau eru ekki framkvæmd
nema að hálfu leyti. Ég held, að mjög nauð-
synlegt sé að semja framkvæmdaáætlun mjög
fljótlega um það, hvernig lögin korni til fram-
kvæmda. Svo að ég víki að lengingu skóla-
skyldunnar, þá hlýtur hún að koma til fram-
kvæmda sem eðlilegt framhald af annarri fram-
kvæmd laganna. Ég fagna því, að í breyting-
unum frá 20. marz skuli vera skýrt ákvæði um
það, hvenær skólaskyldulengingin á að koma
til framkvæmda, og ef það hefði verið í upp-
haflegri gerð frumvarpsins, hefði það sparað
margt orðið og margan misskilninginn.
Andri: Hversu mikilvæg sem ný lög um grunn-
skóla erti, þá er framkvænrd þeirra enn mikil-
vægari. Ég tel óhjákvæmilegt, að menntamála-
ráðuneytið fari nú þegar að vinna að ýmsum
áætlunum, sem gera ráð fyrir, að þetta frum-
varp verði samþykkt á næsta þingi þ.e. 1973—
1974 ekki mikið breytt. Hér er ekki hægt að
fara nákvæmlega út í það, hvenær lögin koma
til framkvæmda, enda hefur það ekki fram að
MENNTAMÁL
30