Menntamál - 01.02.1973, Page 34
Kveðja
frá stjórn Sambands ísl. barnakennara
Fimmtudaginn 25. janúar 1973 lést að heim-
ili sínu í Reykjavík Skúli Þorsteinsson, fyrrver-
andi námsstjóri.
Skúli var formaður Sambands ísl. barna-
kennara á árunum 1960—1972 og gegndi auk
þess fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyr-
ir samtökin, sat m.a. í stjórn Lífeyrissjóðs
barnakennara frá árinu 1963 til dauðadags,
átti mikinn þátt í stofnun Norræna kennara-
sambandsins (NLS) og var formaður þeirra
samtaka starfsárið 1970—1971, sat í stjórn
norrænu skólamótanna um árabil og var full-
trúi SÍB á heimsþingum kennara, svo eitthvað
sé nefnt.
Öll sín störf rækti Skúli af mikilli trúmennsku
og samvizkusemi, og dugnaði hans og fórn-
fýsi var viðbrugðið. Skúli var tígulegur í
framgöngu, einarður baráttumaður og dreng-
ur góður. Honum var annt um sóma stéttar
sinnar og jók hróður hennar og virðingu, hvar
sem hann kom fram fyrir hennar hönd.
Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara
þakkar ómetanleg störf hans, minnist sam-
starfsins við hann með virðingu og vottar
ekkju hans, börnum og öðrum ástvinum dýpstu
samúð sína.
Kveðja
frá Félagi háskólamenntaðra kennara
Með Skúla Þorsteinssyni er horfinn einn af
styrkustu forystumönnum íslenzkrar kennara-
stéttar.
Skúli var Austfirðingurað uppruna, úrStöðv-
arfirði, smáu en þróttmiklu byggðarlagi, sem
hefur haft orð á sér fyrir félagshyggju.
Hér verður ekki rakinn æviferill Skúla, til
þess hafa aðrir orðið. Þó skal þess getið, að
hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís-
lands árið 1932, hóf kennslu við Austurbæjar-
skólann sama ár og varð skólastjóri við Barna-
og unglingaskólann á Eskifirði 1939. Haustið
1957 fluttist hann til Reykjavíkur og kenndi
MENNTAMÁL
32