Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 35
við Melaskólann um 7 ára skeið. Námsstjóri
fyrir Austurland varð hann árið 1964 og gegndi
því starfi þar til á s.l. hausti að hann varð að
láta af því sakir sjúkleika.
Með þessari upptalningu er þó minnst sagt
um Skúla Þorsteinsson. Önnur störf hans
ólaunuð munu eigi síður í minnum höfð.
Strax á unga aldri gerðist hann ungmenna-
félagi. Þroskaáhrif ungmennafélaganna fylgdu
honum hvert sem hann fór. Hann var félags-
hyggjumaður í þess orðs beztu merkingu, og
fóru þar saman fóstur æskustöðvanna og eðli
mannsins. Um árabil var hann formaður Ung-
menna- og íþróttasambands Austurlands og
varasambandsstjóri U.M.F.Í. og um leið fram-
kvæmdastjóri þess.
En þrátt fyrir öll þau störf, er Skúli vann
landi og lýð til heilla, mun íslenzka kennara-
stétt lenast minnast þeirra starfa, er hann vann
í hennar þágu.
Skúli Þorsteinsson var einn af stofnendum
Kennarasambands Austurlands. Árið 1960 var
hann kjörinn formaður Sambands íslenzkra
barnakennara. Því starfi gegndi hann meðan
heilsan leyfði, eða þar til á s.l. sumri.
Það var á sviði menntamála og stéttarmál-
efna kennara, sem ég kynntist Skúla Þor-
steinssyni, og nú þegar hann er allur sakna
ég þess, að samskiptum okkar skuli að fullu
lokið.
Skúli leit augum félagshyggjumannsins á
starf kennarans. í hans augum var það eitt
af mestu ábyrgðarstörfum í samfélaginu að
fylgja þeim ungu fram á veg og búa þá undir
fullorðins ár.
Það var gott að vinna með Skúla að stéttar-
málefnum kennara. Hann hafði ákveðin grund-
vallarsjónarmið, sem hann hvikaði ekki frá.
Hann gerði miklar kröfur til stéttarinnar. Hann
vildi vel menntaða og hæfa kennarastétt, og
hann gerði líka miklar kröfur fyrir hennar
hönd. Hugsjónabarátta þeirra samtaka, sem
hann stjórnaði í 12 ár þyggðist á menntun og
i"éttindum.
Skúli var skapmaður og það kom fyrir í
örfá skipti að í tálknum þaut í okkar samvinnu.
En það voru málefnaleg samskipti, en eigi
mannvíg.
Skúli gat reiðst og það svo um munaði, ef
ráðist var á lítilmagnann.
Það, sem framar öðru einkenndi lífsferil
Skúla var, að hann markaði allsstaðar spor —
allsstaðar félagslega hreyfingu. Hann ýtti við
stöðnuðu umhverfi hvar sem hann fór.
Nú er hann allur. Við, sem eftir stöndum
söknum farins félaga, þökkum störf hans,
þökkum samfylgdina.
íslenzk kennarastétt mun lengi minnast hins
látna heiðursmanns og foringja, Skúla Þor-
steinssonar.
Skúli var kvæntur Önnu Sigurðardóttur,
skólastjóra á Hvítárbakka Þórólfssonar, mik-
illi félagsmála- og mannréttindakonu. Það var
haft á orði, að með þeim hjónum væri mikið
jafnræði. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll
lifa uppkomin, hinar ágætustu manneskjur.
Ég sendi eftirlifandi móður Skúla, eigin-
konu hans og börnum innilegar samúðar-
kveðjur. Þau hafa mikils misst, og öll sjáum
við á bak mætum manni og góðum dreng.
Ingólfur A. Þorkelsson.
MENNTAMÁL
33