Menntamál - 01.02.1973, Side 38
liugsjón liinnar vísindalegu afstöðu til hagrænna við-
fangsefna.
Bertrand Russel: Uppeldið, bls. 190.
Ég hef haft tækifæri til að kynnast árlega ungling-
um á fermingaraldri svo að segja úr hverri sveit á ís-
landi meðal þess fólks, sem árlega kemur héðan til
Vesturheims. Og það er alls ekki neitt afhrak þjóðar-
innar, sem vestur fer; það er yfirhöfuð íslenzk alþýða
í fullu meðallagi. En innan um þennan unga lýð,
þekkir enginn til sagnanna. Það er leitun á ungling-
um á fermingaraldri, sem þekkir höfuðpersónurnar í
Njálu. Svona er nú þetta, og mér dettur ekki í hug
að vera að fást um það. Látum sögurnar fara, þegar
þær svara ekki lengur kröfum tímans. En eitthvað
annað betra, betur svarandi þörfum tímans ætti þá
að koma í staðinn.
Síra Jón Bjarnason í fyrirlestri í Reykjavík 23. nóv-
ember 1889.
Þeir, sem langaði mest til að læra að skrifa, fengu
sér oft stafróf hjá prestinum og lærðu að pára eftir
því. En })á voru nú ritföngin. Erfiðast var með pappír-
inn. Penna mátti skera sér úr fjöðrum; þóttu gæsa-
fjaðrir beztar, en þeim næsta álftafjaðrir, og svo not-
uðust menn við hrafnsfjaðrir (sbr. vísuna „Þessi penni
þóknast mér“) í pappírsleysinu æfðu menn sg á öllu
sem hugstnlegt var t.d. Sigvaldi Jónsson skáldi, sem
skrifaði mjög fagra hönd, lærði fyrst að draga til
stafs á skininn hrossakjálka úti í hesthúsi (hann sagði
mér það sjálfur). Daði fróði hafði fyrst ekki annað
en prentletur að laga sig eftir, svo náði hann einum
og einum starf eftir sendibréfum o.fl., en hönd hans
bar alla ævi menjar af fyrstu gerð; prentletrinu. Marg-
ir þeirra, er svona lærðu í fyrstu urðu listaskrifarar
síðar.
Jónas Jónasson: Islenzkir þjóðhættir, bls. 27G.
MENNTAMAL
36