Vorið - 01.06.1956, Side 16
54
V O RIÐ
Þegar ég var nýkominn í búðina,
kemur liúsbóndi minn til mín og
segir við mig rétt si svona: —
Það er lítið að gera í dag. Þú
mátt þess vegna nota daginn til
að hvíla þig. — Nú, ég lét ekki
segja mér þetta tvisvar, gekk inn
í matvörubúð og keypti mér fisk
í matinn, á eftir gekk ég svo
spottakorn upp með ánni mér til
hressingar. — (Hann tekur fisk-
pakka upp úr vasa sínum.) —
Jæja, hvar eru nú eldspýturnar?
Ég skildi þær eftir á arinhill-
unni. — (Litast um.) Nú, þær
liggja þá þarna á borðinu. Hver
hefur haft hönd á eldspýtunum
mínum? — Það hefur einhver
notað eldspýturnar mínar. Það
hlýtur að vera frú Bouncer. —
(Tekur stokkinn og opnar hann.)
Jæja, hún hefur þá notað einu
spýtuna, sem eftir var. — En hvað
er nú þetta? Það logar eldur í
stónni. (Lítur ofan í pottinn.) Og
hér eru kjötbitar í pottinum. Ja,
sú þykir mér vera svöl. Ég hef nú
aldrei á ævi minni kynnzt ann-
arri eins konu. — Hún notar eld-
spýturnar mínar eins og hún eigi
þær. Og pottinn minn tekur hún
köld og ákveðin til þess að sjóða
matinn sinn í. — En ég má ekki
verða æstur. — Ég verð að reyna
stilla mig. — En burt með þetta
dót. (Hann þrífur pottinn með
kjötinu í og hvolfir því á disk,
sem er á borðinu. Síðan setur
hann fiskinn sinn í pottinn.) —
Jæja, þá er bezt að fara að leggja
á borðið. — Ég ætla að ná í disk
undir brauðið — já, og svo vant-
ar mig annan disk undir smjörið
— og einn undir fiskinn. (Hann
fer út um dyr til vinstri til að ná
í diskinn og skellir hurðinn fast
á eftir sér.)
BOX (hrekkur upp með andfæluin
og stingur höfðinu undan tepp-
inu): Eruð það þér, frú Bouncer?
Kom inn! — Ég er alveg hissa,
hvað ég hef sofið lengi. — En
kjötið, hamingjan hjálpi mér.
Það er sennilega brunnið við
pottinn. (Hann kastar teppinu af
sér og gengur að eldstónni): —
Hvað er nú þetta? Hér er fiskbiti
í pottinum. Fiskur. Hvaða fiskur
getur þetta verið? Þetta er auð-
vitað fiskur frú Bouncer. — Hún
notar sér það að sjóða matinn
sinn yfir mínum eldi og í mínum
potti á meðan ég sef. Mér þykir
hún vera orðin nokkuð djörf. —
Og svo tekur hún matinn minn
úr pottinum og fleygir honum á
disk. — Nei, nei.... ég verð að
reyna að stilla mig. Hana. (Hann
kastar fiskinum út um glugg-
ann.) — Þar fór þá morgunmatur
frú Bouncer. Þá er nú bezt að
fara að hugsa um sinn eigin mat.
En þá vantar nú diskana og
smjörið. Það er bezt að ég sæki
það snöggvast. (Hann fer út um
dyr til hægri.)