Vorið - 01.06.1956, Side 29

Vorið - 01.06.1956, Side 29
V O R 1Ð 67 Nú blés lestin. „Ég ætla að vera hjá Rússanum a meðan þið sækið mömmu og komið með hana,“ sagði Bobbí. „Ertu ekki hrædd?“ spurði stöðvarstjórinn. ,,Nei,“ svaraði Bobbí og leit til mannsins, „þér gjörið mér þó ekki neitt?“ Þau brostu bæði. Bros hans var einkennilegt og þvingað, og hann fór aftur að hósta. Lestin var að því kofnin að nema staðar, með harki og háreisti. Stöðvarstjórinn, Pétur og Fríða fóru út til þess að taka á móti móð- ur þeirra systkinanna. Bobbí hélt í hönd hins ókunna manns, er þau komu inn aftur með mömmu. Rússinn stóð upp og hneigði sig kurteislega. Mamma talaði við liann á frönsku, og hann svaraði, fyrst nokkuð hikandi og sundur- laust. en síðan með lengri og lengri setningum. „Nú, nú, frú! Hvað hefur svo þessi maður að segja?“ spurði stöðvarstjórinn, sem gat ekki leng- ur dulið forvitni sína. „Þessi maður hefur ekki framið neitt ólöglegt," sagði mamma. „Hann er Rússi og hefur týnt far- seðlinum sínum. Ég er hrædd um, að hann sé alvarlega veikur, og ef þér hafið ekkert á móti því, vildi ég mega fara með hann ’heirn til mín undir eins, því að hann er al- veg að örmagnast. Á morgun skal ég svo koma hingað aftur og segja yður nánar frá málavöxtum." „Ég vona, að þér bakið yður ekki nein óþægindi með því að fara með hann heim til yðar?“ sagði stöðvar- stjórinn. „Nei,“ sagði mamma og brosti, „það er ég nokkurn veginn viss um. Hann er mjög vel kunnur rithöf- undur í landi sínu, hefur ritað margar bækur, og sumar þeirra hef ég lesið. Annars skal ég segja yður nánar frá öllu á morgun." Hún talaði nú við Rússann aft- ur, á frönsku, og það er naumast unnt að fýsa þeirri undrun, gleði og þakklæti, sem lýsti sér í augum hans. Hann stóð upp, hneigði sig kurteislega fyrir stöðvarstjóranum og bauð mömmu hæversklega að leiða hana, en það fór svo, að hún þurfti frekar að styðja hann. „Hlaupið heim, stúlkur mínar, og kveikið upp í ofninum," sagði mamma, „og þú, Pétur minn, verð- ur að hlaupa eftir lækninum." En Bobbí varð nú fyrri til þess. „Mér þykir það ákaflega leiðin- legt,‘ ‘sagði hún og stóð á öndinni, er hún hitti lækninn á tómri skyrt- unni við vinnu í garðinum sínum, „en það er kominn veikur og tötra- legur Rússi til mömmu. Ég er viss um, að hann má til að fá að komast í sjúkrasamlagið, því að hann á áreiðanlega enga peninga. Við fundum hann á stöðinni."

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.