Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 7

Vorið - 01.06.1956, Blaðsíða 7
V O R I Ð 45 Fill i dýragarðinum. Einn hinna fögru turna Friðriksborgar- hallarinnar. Við fórum svo inn og skoðuðum þennan gamla kastala, sem Eiríkur a£ Pommern upphaflega byggði. Mikill hluti hans brann einu sinni, en var síðar endurreistur. að utan er kastalinn mjög tilkomumikill og fagur með nokkrum turnum, en ekki að sama skapi að innan, og lít- ið í samanburði við Friðriksborgar- höllina, enda höfðu þeir ólíku hlutverki að gegna. Undir kastalan- um er mjög stórt fangelsi. Það hef- ur verið ömurlegt líf fyrir þá, sem þar þurftu að dvelja, ég var orðin dauðmyrkfælin áður en ég komst aftur út úr þessurn svörtu ranghöl- um, því að fáir voru gluggarnir og allir veggir rakir. Þegar Eyrarsundstollurinn var afnuminn, hætti Krónborg að hafa hernaðarlega þýðingu, og stendur nú sem safn, og kemur mönnum til að rifja upp liðna sögu. Við eina hlið kastalans standa einar fimrn fallbyssur, þar hjá stendur einnig alltaf einn hermað- ur á verði og gengur hann þar fram og aftur, alltaf á sama blettinum og

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.