Vorið - 01.06.1956, Side 18

Vorið - 01.06.1956, Side 18
56 V O RIÐ FRÚ BOUNCER: Nei. COX: Þarna sjáið þér, herra minn. Tilheyrir þetta herbergi ekki mér, frú Bouncer? FRÚ BOUNCER: Nei. - Það til- heyrir ykkur báðum. BÁÐIR: Við heimtum skýringu. FRÚ BOUNCER: Lítið þér nú á, herra Box. Þér eruð úti alla nóttina, og þér, herra Cox, eruð úti allan daginn. Svo að mér datt í hug að leigja ykkur báðum herbergið. En ég skal koma í lag öðru herbergi nú þegar, og ann- ar hvor ykkar flytur þangað um leið og það er tilbúið. (Frú Bouncer fer út. Box sezt á borð- ið, en Cox tekur að ganga fram og aftur um gólfið.) BOX: Ef þér hafið ekki getað feng- ið yður göngu í morgun, herra minn, þá gjörið svo vel að slíta skósólum yðar fyrir utan mínar dyr. COX: Ég geng um hvar og hvenær sem mér sýnist. BOX (gengur að glugganum og opnar hann.) COX: Hver leyfir yður að opna gluggann á mínu herbergi? BOX: Ég er að opna gluggann á mínu herbergi. COX (byrstur): Lokið glugganum. BOX: Hættið að ganga um gólf. COX: Þarna þá. (Sezt niður.) BOX: Þarna þá. (Lokar gluggan- um.) BOX: Fyrst örlögin hafa ákveðið að láta okkur hafa sama her- bergi, er þá nokkur ástæða til fyrir okkur að vera að rífast? Mér lízt alls ekki svo mjög illa á yður. COX: Og ég hata yður alls ekki. BOX Tölum þá um eitthvað ann- að. Kunnið þér að syngja? COX: Nei ,konan mín vill aidrei leyfa mér það. BOX: Konan yðar? Þér eruð þó ekki kvæntur? COX: Nei, það er ég nú raunar ekki. En ég er að ‘hugsa um að kvænast bráðum. BOX: Ég leyfi mér hér með að óska yður til hamingju. COX: Ég þakka. BOX: Ef þér hafið í hyggju að kvænast, munuð þér víst ekki leigja lengur hjá frú Bouncer — eða hvað? COX: Ég hef alls ekki hugsað mér að hverfa héðan strax. Þetta er mitt herbergi. Og ég býst við að vera hér kyrr. BOX: Má ég minna yður á það, herra minn, að þetta er mitt her- bergi? COX: Þetta er mitt herbergi. . . . BOX: Ég vil alls ekki fara að rífast aftur. COX: Ekki ég heldur. — En ef til vill eruð þér einnig kvæntur? BOX: Nei ,en ég býst við að gera það fljótlega. COX: Þá vil ég leyfa mér að óska yður til hamingju. BOX: Ég þakka. — En samt er það

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.