Vorið - 01.06.1956, Side 42
80
V O RIÐ
Kaupendur!
Gjörið svo vel og sendið greiðslu
sem fyrst, svo að ekki þurfi að
innheimta með póstkröfu, með
því móti verður Vorið dýrara. —
Munið, að Vorið kostar nú 22 kr.
LÁTIÐ BINDA INN „VORIГ.
Brotið á Vorinu er heppilegt til að
binda það inn. Er hæfilegt að binda
saman þrjá árganga. Nýlega fékk Vorið
bréf frá konu, sem hefur verið einlægur
stuðningsmaður þess frá byrjun. Þar
stóð þetta: „Nú er ég búinn að bæta
tveim nýjum kaupendum við fyrir Vorið.
Enda er blaðið ágætt fyrir börn til lestr-
ar. Eg hef alltaf frá byrjun keypt 3 ein-
tök handa börnum mínum, og þykir
þeim vænt um það. Hafa þau haldið því
saman og látið binda. Eru það hinar
eigulegustu og beztu bækur.
Gaman og alvara
Íslenzkutíminn var um það bil hálfn-
aður. Kennarinn hafði verið að fræða
börnin um merkjasetningar og þá meðal
annars kólon eða tvípunktinn. Hann
sagði þeim, að eiginlega þýddi það
merki: Nú kemur það.
Nú líður nokkur stund. Þá réttir einn
drengurinn upp höndina.
„Hvað vilt þú?“ spurði kennarinn.
„Má ég skreppa snöggvast út?“
■ iiiii iiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiMMiiiimiiiiiimiiimi iii n i»'Z
VORIÐ |
Tímarit fyrir böm og unglinga.
: Kemur út f 4 heftum á ári, minnst \
= 40 hlaðsíður hvert hefti. Árgangurinn |
\ kostar kr. 22.00 og greiðist fyrir 1. maí. :
: Útsölumenn fá 20% innheimtulaun. §
Útgefendur og ritstjórar:
| Hannes J. Magnússon, Páls Briems- :
i götu 20, Akureyri, og
= Eirfkur Sigurðsson, Hrafnagilsstrxti i
i 12, Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar h.f. \
?iiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimiimmimiimmiiiiimimiM'
„Nei, þú átt að nota frímínútumar til
þess,“ sagði kennarinn.
Líður nú góð stund, þar til drengurinn
réttir enn upp höndina.
„Hvað viltu nú?“ spurði kennarinn.
,Tvípunktur,“ sagði drengurinn.
(Framhald af bls. 64).
verið drukknir eða með víni, er
þeir frömdu glæpinn. Hættast er
ofdrykkjumönnum til afbrota. En
hófdrykkjumaðurinn, — sem í um-
hverfi sínu hefur aldrei orðið fyrir
ámæli sem vínneytandi, — er þó í
miklu meiri hættu í þessu efni en
bindindismaðurinn. — Drukkinn
maður getur ekki fyllilega dæmt
um gjörðir sínar og skilur eigi
heldur, hverjar verða afleiðingar
þeirra. Nálægt 3 af hverjum 4
þeirra, sem dæmdir eru fyrir stór-
glæpi, hafa aldrei brotið af sér, án
þess að helia fyrst í sig áfengi.
(Framhald.)