Vorið - 01.12.1967, Page 6
„Er ekki alltaf gott að heimsækja
Jesú, pabbi?“
„Jú, jú. En við höfum bara svo oft
mikið að gera.“
Gunnar hugsaði sig um. Hann var
lítill, þrekinn, með blá, fjörleg augu, og
Ijóst hárið kom fram undan hettunni.
„Veiztu það, pabbi, að ég fer alltaf til
mömmu, ef ég hef mikiS að gera. Það
er svo gott að koma til liennar, þegar
þú erl ekki heima. Hún hjálpar mér allt-
af.“
Faðir hans leit til hans. Furðulegt,
hvað stráknum gat dottið í hug. Hann
sagði stundum sitt af hverju, þótt ekki
væri hann hár í loftinu.
Svo varð þögn um stund.
Allt í einu tók Gunnar litli viðbragð.
Skammt frá horni kirkjunnnar stóð lítil
stúlka. Hún var fátæklega klædd, ber-
höfðuð og blá í framan af kulda. ITún
horfði á hátíðargestina og þrýsti sér upp
að veggnum. Þar var svo gott skjól.
Gunnar litli leit ekki af henni. Hann
lieyrði einhvern úr hópnum segja vor-
kunnsamri röddu:
„En hvað hún á bágt, litla hnátan.“
Og fólk hélt áfram að streyma til
kirkjunnar. Þar var birta og ylur. Þar
var ilmur og angan af brennandi kerta-
ljósuin. Þangað þótti mörgum gott að
koma.
En Gunnar hélt áfram að hugsa. —
Af hverju stóð litla stúlkan þarna? Af
hverju fór hún ekki inn? Átti hún ekki
fallegri föt? Voru ekki jólin hjá öllum?
Hann gat ekki orða bundizt.
„Pabbi, af hverju fer ekki litla stúlkan
í kirkjuhúsið. Ijangar hana ekki að
koma til Jesú?“
„Hum. Jú, jú. En hún getur komið til
Jesú annars staðar. Jesú á heima í
hjörtum allra, sem trúa á hann.“
Gunnar þagði. Hann skildi þetta ekki
alveg. Hann hélt áfram að hugsa.
Enn sneri einhver vingjarnlegur mað-
ur sér að henni. Hann klappaði henni
meira að segja á kollinn, strauk á henni
hárið og sagði: „Auminginn Iitli.“ Það
var líka aðfangadagur jóla.
Gunnar sneri sér að föður sínum.
„Er henni ekki kalt, pabbi? Hvar á
hún heima?“
„Ekki spyrja um alll í einu, Gunnar
minn. Henni hlýtur að vera kalt. Og
þarna á hún heima, handan götunnar,
í litla húsinu með rauða þakinu. Hún á
sex systkini.“
„Vill þá ekki pabbi hennar fara með
liana í kirkju?“
„Faðir hennar er á sjúkrahúsi og get-
ur ekki unnið.“
Gunnar litli gat ekki slitið sig frá að
hugsa um stúlkuna. Þarna stóð hún með
hendur fyrir aftan hak. Hárið flaksaðist
til í næðingnum, þó að hún reyndi að
skýla sér við vegginn. Litli líkaminn
hennar skalf, eins og færi um hana hroll-
ur. Hún þrýsti sér betur upp að veggn-
um, og dimmur skuggi féll á hana. Það
var eins og hún vildi ekki láta neinn sjá
sig Það voru líka svo margir, sem
sögðu, að hún ætti heima í lireysi.
Kirkjuklukkurnar þögnuðu. Golan
jókst. Frostið lierti. En innar úr kirkj-
unni hljómaði fagur sálmasöngur:
„Friður á foldu,
fagna þú, maður:
frelsari heimsins fæddur er.“
148 VORIÐ