Vorið - 01.12.1967, Page 7

Vorið - 01.12.1967, Page 7
Gunnar litli og faðir Jians settust á aftasta bekk. Allir liinir voru þegar sestir. Presturinn hóf ræðu sína. Hann minnti alvarlega á hina sönnu jólagjöf, gjöfina einu, Jesúm Krist. Hann minnti líka á það hugarfar, er Jilyti óhjákvæmi- lega að skapast lijá þeim, er veittu þess- ari gjöf viðtöku í einlægni. Sumir í kirkjunni hlustuðu vel. Sumir hugsuðu meira um jólamatinn heima. aðrir liugsuðu um allar gjafirnar, og enn aðrir um „blessað jólafríið“, sem nú var hafið. Gunnar litli lilustaði vel. lljarta Jians var opið fyrir Guðs orði. Hann gat ekki gleymt Jitlu stúlkunni. Svo var guðsþjónustan í kirkjunni á enda. Nú tók við guðsþjónusta hins dag- lega lífs. Fólkið streymdi úr kirkjunni. En livar var litla stúlkan? Var hún horfin? Var hún frosin í liel? Stóð nokkur þarna í skugganum lengur? „Hvar er hún, pabbi?“ spurði Gunn- ar. „Ha — liver — já, litla stúlkan. Ætli hún sé ekki farin heim.“ Síðan héldu feðgarnir heim á leið. tJeir greikkuðu sporið, er þeir nálguðust hús- ið. Heima beið mamma með mat og dýrindis gjafir. En Gunnar litli var ekki reglulega gluður. Meðan þau enn voru að taka upp gjafirnar, sem voru hver annarri fegurri, sagði hann allt i einu: „Fær ekki litla stúlkan gjafir, pabbi?“ „Eg veit það ekki. Það er ekki víst.“ „Hver á að gefa henni gjafir, ef pabbi hennar er veikur?“ „Veit ekki. Kannski frændur liennar eða frænkur . . . . “ „Eða ég, pabbi,“ sagði Gunnar glað- ur. „Ég á svo mikið.“ Það glaðnaði yfir föður hans við þessa tillögu. Hann stóð á fætur og gekk til sonar síns. Móðir Gunnars liorfði á þa og skildi ekkert. Hún Jiafði ekki enn fer.gið að heyra söguna um kirkjuferð- ina. Hrærður í liuga lók hann ulan um höfuð Gunnars Jitla með báðum hönd- um og liorfði í augu hans. Þau lýstu af sakleysi og hreinskilni að þessu sinni, voru silfurtær eins og berglind í sólar- bjarma. „Það var sannarlega goll, að við fór- um í kirkju, Gunnar minn,“ sagði hann. Síðan sneri hann sér að konu sinni og sagði henni alla söguna um litlu stúlkuna við kirkjuvegginn. Skömmu síðar sáust tveir skuggar líða eftir götunni. Annar var lítill, hinn var stór. Þeir stefndu í áttina að litla hús- inu með rauða þakinu. Þeir héldu á sinn hvorum pakkanum undir hendinni. Gunnnar litli gekk við hlið föður síns. Þeir voru glaðir og þakklátir. Það var aðfangadagskvöld jóla. Þórir S. GuÖbergsson. VORIÐ 149

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.