Vorið - 01.12.1967, Síða 8

Vorið - 01.12.1967, Síða 8
SKÚLI ÞORSTEINSSON: NÓTTIN HELGA Kvikar rastir norðurljósa loga, lýsir stjörnuskin um himinboga. Andi hljóður strýkur vog og vanga, vakir blunda milli gljórra spanga. Stjarna blikar tært ó himni heiðum, húmið vikur burt af köldum leiðum. Jólin veita frið og frelsi mönnum, flytja þreyttum líkn í dagsins önnum. Yfir gjörvalt landið færist friður, fjarri öllu er dagsins þras og kliður. Oldungs hlýnar þel í bljúgum barmi. barnsins geislar þró af vör og hvarmi. Móttug ertu, milda nóttin hljóða, mannsins hjarta vermir sögnin góða. Bezt þó töfrar fegurð lifs og lita, Ijóssins ríkja gcislar bjartra vita. Fagurt varstu, blessað born í jötu, byltir þungum steini úr lifsins götu. Minningarnar margar sorgir græðo, mannkyn flytur djúpa þökk til hæða. Blessuð jólin vekja von i hjarta, veita trú og fcgurð, gcisla bjarta. Vængjatökin létta lífi ungu, lcggja hclga bæn ó vör og tungu. Þó að skyggi enn af vopnavaldi, vclkist lif ó timans bórufaldi, örugg munu tengjast bræðraböndin, boðar nóttin hclga frið um löndin. ( Jólagleði.) 150 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.