Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 13

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 13
„Ég gæti ekki drepið, þessa litlu vesa- linga,“ sagði Dóra. „Maður verður nú að hafa það,“ sagði Einar. „Það er nú ekki hægt að komast hjá að aflífa skepnur.“ „Við skulum ekki taka nema rétt í rnatinn," sagði Einar. „Svo sem sex eða átta pysjur.“ „Nei, það er alveg nóg,“ sagði Svan- ur. 'Þegar þessari veiðimennsku var lokið héldu börnin lengra inn á eyna. Það var hezt að kanna hana vel. „Ættum við að taka með okkur nokk- ur æðaregg?“ spurði Dóra. „Við meg- um það vel, því að pabbi á eyna. Það er leyfilegt að taka egg sér til matar.“ „Já, því ekki það,“ sagði Einar. „Ef þau eru ekki orðin unguð.“ Þau tóku nú nokkur egg. Þó ekki nema eitt úr hverju hreiðri, hlupu með þau niður að sjónum og létu þau í lygna polla, þar sem grynningar voru. Ef egg- in flulu, var það merki þess, að þau voru orðin unguð og þá fóru börnin með þau í sömu hreiður aftur, en sykkju þau, voru þau ný. „Ég held, að þetta sé nú orðinn næg- ur matarforði,“ sagði Einar. „Við kom- umst nú ekki með öllu meira út í bátinn. Við skulum nú losa okkur við þetta.“ Þegar börnin höfðu komið þessum feng fyrir úti í hátnum, gengu þau heim að tjaldinu og þótti nú sumum kominn tími til að fá sér einhverja hressingu. Einar kveikti á prímusnum og Dóra hellti úr annari mjólkurflöskunni í pott- inn, sem hún hafði komið með. Börnin sátu umhverfis prímusinn og það var sannarlega heimilislegt að sitja þarna og bíða eftir heitu kakói. Dóra tók á meðan brauðið upp og lagði það á blað, sem hún breiddi á jörðina. Kakóið var fljótlega tilbúið og því var síðan hellt í könnurnar. Það bragðaðist vel. Einar talaði þó um, að það hefði þurft að salta það ofurlítið. En salt hafði ekki verið tekið með í leiðangurinn. Börnin nutu þessarar stundar í ríkum mæli. Dóra hafði tekið svo mikið af brauði með, að margar sneiðar gengu af, þegar allir voru orðnir saddir. A eftir gæddu þau sér á sætu kökunum. Þegar börnin voru öll mett leið þeim svo vel, að þau lögðu sig fyrir í tjaldinu, og einhvern veginn fór það svo að þau steinsofnuðu öll. Þau voru orðin þreytt af öllu þessu um- stangi og auk þessa var heitt og mollu- legt í tjaldinu. Þegar þau höfðu sezt niður að borða hafði klukkan verið f j ögur. Nú líður tíminn á þessari óbyggðu Róbisonsey, eins og annars staðar, og þegar þau vakna aftur er klukkan orðin sex og sólin komin í vesturátt. -— Einar vaknaði fyrst og verður honum þá fyrst fyrir að líta á klukkuna. „Krakkar, vaknið þið, klukkan er orðin sex!“ sagði Einar með myndug- leik. „Við verðum að fara að halda heim.“ Hin börnin vakna nú við þessa kveðju, núa stýrurnar úr augunum og rísa upp við dogg. „Jæja, við höfum fengið okkur góðan blund. Nú skulum við fara að taka dótið okkar saman og fara svo heim,“ sagði foringinn. Börnin spruttu nú á fætur og fara að tína saman dótið. Það tók ekki langan VORIÐ 155

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.