Vorið - 01.12.1967, Page 14
tíma að taka farangurinn saman, og þeg-
ar því var lokið héldu þau niður að bátn-
um og komu farangrinum þar fyrir,
ásamt pysjunum og æðareggjunum, sem
þau höfðu geymt í skugga inni í kjarr-
inu. Þegar öllu þessu var lokið og börn-
in ætluðu að stíga úl í hátinn, hrópaði
Einar:
„Arin ....! hvar er önnur árin?
Onnur árin er horfin!“
„Hvað ertu að segja, Einar?“ spurði
Dóra.
„Jú, sem ég er lifandi þá er ekki nema
önnur árin í bátnum. Hvernig í ósköp-
unum getur staðið á þessu?“
„Ja, nú get ég ekki svarað," sagði
Einar.
Börnin stóðu agndofa og ráðalaus og
skimuðu í allar áttir, jafnve! upp í loft-
ið, eins og þau byggjust við að sjá árina
þar.
„Voru þær ekki báðar í bátnum, þeg-
ar við skildum við hann síðast?“ spurði
Svanur.
„Ekki man ég betur,“ sagði Einar.
„. . . . og þó er eins og mig minni að
árin lægi hérna í fjörunni við bátshlið-
ina, hvernig sem á því hefur staðið.“
„Hún ætti þá að vera þar enn,“ sagði
Dóra.
Einar stóð nú hugsi um stund, og eng-
inn mælti orð. Loks mælti Einar: „Þeg-
ar við komum, var aðfall. Þá hefur
flætt undir bátinn og árina, en þegar
útfallið kom, hefur hún skolast burt.
Það hefði báturinn líka gert, ef hann
hefði ekki verið bundinn.“
„Þelta er þá ekkert leyndardómsfulll,“
sagði Svanur. „En livað gerum við
nú ?“
„Ja, hvað gerum við nú?“ endurtók
Einar. Þetta vandamál kom svo óvænt,
að þau sáu enga lausn á því í bili.
„Getum við ekki notað krókstjakann
fyrir ár?“ spurði Svanur. Hin börnin
litu á Svan, eins og hann hefði fundið
upp púðrið. Hér var kannski lausnin á
vandanum?
„Við getum reynt það,“ sagði Einar.
„En ekki lízt mér samt á það.“
Börnin báru nú farangurinn út í bát-
inn, og þar með æðareggin og pysjurn-
ar. Síðan voru landfestar leystar og ýtt
úr vör.
„Eg skal reyna að róa með krókstjak-
anum, og árinni fyrst og sjá hvernig
gengur,“ sagði Einar. „Þú reynir að
stýra, Dóra.“
En það kom fljótt í Ijós, að hér var
ekki um neina lausn á vandanum að
ræða. Báturinn vildi snúast í hring, þótt
reynt væri að jafna þessa misvísun með
stýrinu. Báturinn snerist alltaf til þeirr-
ar hliðar, þar sem róið var með krók-
stjakanuin. En svo kom einnig annað
enn verra á daginn, þegar börnin voru
komin frá landi, en það var straumurinn.
Hann var svo mikill og stríður með út-
fallinu, að börnin réðu ekki við neitt.
Þau mjökuðust ekki um hænufet áfram
í þá átt, sem þau ætluðu sér, heldur hið
gagnstæða og eftir litla stund voru þau
á hraðri ferð út á Eyjaflóa. — En
hvert? Framh.
★
156 VORIÐ