Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 15
LANDSMÓT ÍSLENZKRA UNGTEMPLARA
Fyrsta landsmót ÍÚT var lialdið á Siglufirði dagana 1. og 2. júlí sl. Þátt- lakendur voru um 300 víðsvegar að af landinu, og bjuggu þeir í tjöldum í Hólsdal á meðan á mótinu stóð. úng- templarafélagið Hrönn á Siglufirði sá um mótið, sem tókst í alla staði vel. Fyrri daginn fór frarn knattspyrna á íþróltavellinum á Siglufirði og frjálsar íþróttir. Kvöldvaka og leikir voru að Hótel Höfn um kvöldið. Síðari mótsdaginn gengu mótsgeslir fylktu iiði í kirkju og hlýddu messu. Síðar um daginn hófust íþróttir og leik- ir við Ljaldstæðið í Hólsdal. Um kvöld- ið voru jnótsslit og verðlaun veitt við sameiginlega kaffidrykkju i Hótel Höfn. Uauk svo mótinu með dansleik. NIUNDA ARSÞING IUT í sambandi við landsmótið var hald- ið níunda ársþing ÍÚT og sóttu það 30 fulltrúar frá ungtemplarafélögum. Á ár- inu hafa verið stofnaðar 4 nýjar deild- ir, á Akureyri, Kópavogi, Keflavík og Akranesi. Eru aðildarfélögin nú 14 tals- ins með 1200 félagsmenn. I stjórn íslenzkra ungtemplara voru kosin: Einar Hannesson, formaður, Grétar Þorsteinsson, varaformaður, Gunnar Þorláksson, ritari, Hreggviður Jónsson, gjaldkeri, Aðalheiður Jónsdótt- ir, fræðslustjóri, og Brynjar Yaldi- marsson og Sævar Halldórsson með- stjórnendur. Vorið óskar þessari jiýju félagsmála- hreyfingu allra heilla. -— E. Sig.
*
' ’ 1
i 1 1 SH
Keppni í handknattleik í Hólsdal
VORIÐ 157