Vorið - 01.12.1967, Side 17
JÓNÍNA: Er hún mjög slæm?
LÆKNIRINN: Já, ég held að viö
verðum að bera sinnep á tunguna.
Það svíður dálítið undan því, en það
er ágætt meðal við minnisleysi.
KALLI: Nei, nei ég vil ekki sinnep. Það
er svo vont á bragðið.
LÆKNIRINN: Jæja, hann man hvernig
sinnep er á bragðið. Þá hefur liann
ekki alveg tapað minninu.
JÓNÍNA: Álítur læknirinn, að honum
muni batna?
LÆKNIRINN: Við getum byrjað með
sinnepið fyrst. Berðu það á hann í
livert sinn og hann gleymir einhverju.
JÓNÍNA: En ef hann vill ekki lofa mér
að hera það á?
LÆKNIRINN (byrstur): Komdu þá
liingað með Kalla og ég skal bera á
hann.
JÓNÍNA: Þökk, kæri læknir. Hneigðu
þig nú Kalli. (Hann hneigir sig fýlu-
lega og snýr sér svo undan.)
L.ÆKNIRINN: Vertu sæll, Kalli, og
vertu velkominn aftur.
KALLI: Ég ætla ekki að koma aftur.
Ég ætla aldrei framar að gleyma
neinu.
LÆKNIRINN: Gott, golt. Ég vona að
minnið hans Kalla batni fljótt.
(Þau fara. Frú Petrína kemur inn með
litla stúlku.)
1ÆTRÍNA: Nafn mitt er Petrína, og
þetta er Anna Soffía dóttir mín.
Hneigðu þig fyrir lækninum, Anna
Soffía. (Hún hneigir sig.)
LÆKNIRINN: Fáið ykkur sæti. Nú
hvað er að stúlkunni?
PETRÍNA: Kæri læknir. Ég hef miklar
áhyggjur út af Önnu Soffíu. Hún vill
ekkert borða.
LÆKNIRINN: Má ég líta á stúlkuna.
(Hann bankar í bakið á henni og
hlustar.)) Hóstaðu. (Hún hóstar.
Hann leggur eyrað að brjóstinu).
Hóstaðu aftur. — Gaptu. — Réttu út
úr þér tunguna. Nei, ég finn ekkert
að lienni. (Ýtir á magann). Eitthvað
hefur hún borðað.
PETRÍNA: Já, læknir. Ég varð að
kaupa handa henni nokkrar kökur,
þegar við komum í bæinn. Það eina,
sem hún fæst til að borða eru kökur,
karamellur og hveitibrauð.
LÆKNIRINN: Jæja, er það þessi sjúk-
dómur. Þá banna ég henni, að bragða
allt sætt, allar kökur, karamellur og
hveitibrauð.
PETRÍNA: Á hverju á hún þá að lifa?
L ÆKNIRINN: Láttu hana svelta, þar til
hún verður svöng. Hún má ekki
bragða neitt sætt.
ANNA SOFFÍA (grætur): Fæ ég aldrei
kökur og karlamellur framar?
FETRÍNA: En hvað Anna Soffía verður
mögur.
LÆKNIRINN: Vorkenndu ekki stúlk-
unni. — Heyrðu litla stúlka, nú borð-
ar þú eðlilega allan mat. Og þegar þú
hefur gert það nokkurn tíma, þá
komdu hingað aftur, svo að ég geti
litið á þig. Vertu sæl, Anna Soffía.
I’ERÍNA: Á hún ekki að fá nein meðul?
LÆNIRINN: Jú, ef þetta batnar ekki,
þá verður hún að fá meðul, sem eru
mjög vond á bragðið. (Hristir stóra
flösku.)
E. Sig. þýddi.
VORIÐ 159