Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 20

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 20
mcð'al hinna reikistjarnanna, en tunglið sá hún hvergi. Kennslukonan útskýrði allar þessar myndir. Þegar þau fóru út úr skólanum, sá Anna Stína falleg blóm í pottum með- fram öllum göngum, og sá hún, að skóla- hörnin voru að vökva þau og hlynna að þeim. Við einn gaflinn var fjöldi barna að skoða eitthvað. Þegar þau komu nær, sáu þau að þetta var fiskasafn með alla vega litum fiskum. Syntu þeir þarna fram og aftur í ílátunum. Anna Stína fór með börnunum heim úr skólanum. Á leiðinni spurði Anna Stína: — Hvað heitir bærinn ykkar? — Hann heitir Sólbros. — Það var skrýtið nafn. — Þetta er algengt nafn hér á Venus. — Hér á Venus? Hvað áttu við? — Það sem ég sagði. Við eigum heima á Venus. Þá varð Anna Stína alveg undrandi. — En hvaðan ert þú? spurðu börnin. — Ég á heima á Jörðinni. Þá skellihlógu þau bæði. — Nú held ég að þú sért að gabba okkur, sagði stúlkan. — Ég get ekki sannara sagt, svaraði Anna Stína. Þá fóru þau að spyrja um ýmislegt á Jörðinni. Þau spurðu um hitann, veðr- áttuna, jurtir og dýr. Um þelta spjölluðu þau á leiðinni heim. Þegar þau komu heim að bænum, fóru börnin inn, en á einhvern óskiljan- legan hátt, varð Anna Stína eftir úti. Þegar Anna Stína vaknaði um morg- uninn, sagði hún mömmu sinni draum- inn. Og í hvert sinn og hún sá kvöld- stjörnuna Venus Ijóma á vesturloftinu á kvöldin, minntist hún þessa einkenni- lega draums. Eiríkur Sigurðsson. Kennarinn: Getur þú, Pétur, nefnt mér dæmi um eitthvaS, sem þenst út í hita, en dregur sig saman í kulda? Pétur: Já, á sumrin þegar lieitt er, verða dagarnir iangir, en á veturna, þegar kalt. er, verða þeir stnltir. Kennarinn: Þetta er undariegt, Lár- us. Þú hefur skrifað stíl um „Köttinn okkar,“ og hann er frá orði til orðs alveg eins og stíll hróður þíns. Lárus: Já, við skrifuðum um sama köttinn! ■— Hvað gerir þú við þennan penna, drengur minn? — Eg skrifa bréf til systur mintiar. — En þú kannt ekki að skrifa. — Gerir ekkert. Systir mín kann heldur ekki að lesa. — Er slæmt að láta draga úr sér tennur, pahhi? — Nei, það er ekki hægt að segja. — Ilefurðu látið tannlæknirinn draga úr þér? — Já, minnst hundrað sinnum, dreng- ur minn. 162 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.