Vorið - 01.12.1967, Síða 21

Vorið - 01.12.1967, Síða 21
INGÓLFUR JÓNSSON FRÁ PRESTSBAKKA: BLÓMÁLFURINN BLÆR ii. Rúnar litli hrökk upp úr svefni við það, að hann heyrði hlegið rétt hjá sér. Hann reis upp og leit í kringum sig og sá tvö börn, telpu og dreng á að gizka tíu ára gömul, sem stóðu þarna rétt hjá honum við kofavegginn. Þessi börn þekkti hann ekki og þau voru svo undarlega búin að þau gátu varla verið úr sveitinni hans. Telpan var í bláum kjól með gylltum tölum, en töl- urnar voru eins og stjörnur í laginu. Gyllta skó hafði hún á fótum og svo var hún í rauðum sokkum með rauða skott- húfu á höfði. Drengurinn var í rauðri treyju, rauðum buxum og með gráa skó á fótum. Svo var hann í gráum sokk- um með gráan, kringlóttan hatt á höfði. Þetta voru undarleg börn fannst Rún- ari, svo að honum sýndist ráðlegast að segja ekkert og vita hvað þau vildu. — Þú heitir Rúnar, sagði ókunni drengurinn. — Já, svaraði Rúnar liikandi. Hvern- ig veizt þú hvað ég heiti og hver eruð þið. — Við þekkjum þig vel og fólkið þitt, hélt ókunni drengurinn áfram. — Það er svo stutt til ykkar frá okkur. Annars heiti ég Askur, en systir mín, sem hjá mér stendur heitir Ogn. — Askur og Ogn, það eru undarleg nöfn, sagði nú Rúnar, — og hvernig getur það verið, að ég hef aldrei heyrt á ykkur mynnzt, ef þið eigið heima hér rétt hjá? Og nú leit hann hálf órór á þessi undarlegu höm. — Það stendur nú þannig á því, svar- aði telpan, og var rödd hennar mjög skær og hljómfögur, að við eigum heirna hér í klettaborginni uppi í hlíð- inni ofan við brekkuna ykkar! — Bull, sagði Rúnar. — Fólk á ekki heima í klettum. Þar eru engar dyr, nema að þið eigið heima í helli, eða þá að þið séuð álfar. En þið eruð svo stór, stærri en ég og svo sé ég ykkur án þess að hafa glerið mitt góða fyrir auganu eins og ég hafði áðan, meðan ég talaði við blómálfinn góða, hann Blæ litla. Þið eruð ekkert lík honum. Þetta er einhver vitleysa. Þið eruð bara að leika á mig. — Nei, sagði Ogn. — Við erum ekk- ert að leika á þig. Við erum álfabörn og húum hj á pabba okkar og mömmu alveg eins og þú og bræður þínir. Sjáðu til, Blær sagði okkur fá þér og við vissum, að þú ert góður drengur, sem hefur gef- ið fuglum og músum mola af matnum þínum og hefur reynt að hjálpa særðum dýrum, sem áttu bágt. Þess vegna var okkur leyft að dreypa álfadropum í aug- un þín, áður en þú vaknaðir, svo að þú gætir séð okkur. Nú þarftu ekkert gler en getur séð það, sem þú vilt meðan þú ferð vel með þá sjón og notar hana til góðs. Rúnar litli starði undrandi á börnin. Þetta voru þá veruleg álfabörn, sem bjuggu í klettaborg, en hann var ekki VORIÐ 163

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.