Vorið - 01.12.1967, Qupperneq 27
Mcð Jóni Hclgasyni prófcssor við Árnasafn.
haförn, skraullega smáfu-gla og skrækj-
andi páfagauka. En stærstir allra fugla
voru þó strútarnir. Annars held ég, að
hann hafi verið grár af elli, en hljóp þó
eins og hann væri tvítugur.
f3egar við komum úl úr dýragarðin-
Uln, fengum við að borða, en fórum síð-
au í sporvagni inn í borgina. Eftir það
fórum við að verzla. í Dallas-vöruhúsi
mátti fá stór skip, flugvélar o. m. m. fl.
Um kvöldið fórum við enn í Tivolí.
f’á ókum við litlum bílum inn í drauga-
&öng. ljar voru óp og óhljóð í hálf-
myrkrinu.
SÍDASTI DAGURINN
Síðasta daginn fórum við i búðir og
shoðuðum ýmislegt. Það markverðasta
seni við sáum þá, var Árnasafn. Við
gengum fram hjá konungshöllinni,
stöldruðum þar við og horfðum á lif-
varðaskiptin. Skainmt þar frá er stein-
húsið, þar sem Árnasafn er varðveitt.
Við fengum að heilsa skáldinu, dr. Jóni
ldelgasyni, sem er forstöðumaður safns-
ins. Hann sagði okkur, að sér þætti
mörgæsir og apar skennntilegustu dýrin
í dýragarðinum. Við dvöldum þarna að-
eins litla stund, en fenguin okkur síðan
skemmtisiglingu um höfnina.
AFTUR HEIM
Nú voru þessir skemmtilegu dagar í
Kaupmannahöfn liðnir og var haldið til
fiugvallarins um kvöldið.
Við stigum upp í hina fallegu og góðu
þotu Flugfélags Islands, og settumst í
þægileg sæti. Eftir örskamma stund
vorum við komin upp í háloftin. Það er
einkennilegt að vera svo allt í einu kom-
in alla leið heim til íslands, eftir stund-
arkorn.
Eg vil að lokum þakka ritstjórum
Vorsins og Flugfélags Islands fyrir þessi
VORIÐ 169