Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 29

Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 29
hlauptu svo hérna upp brekkuna á bak við mylluna.“ Malarinn var að því kominn að missa vitið af hræðslu. Hann hafði ekki tíma til að spyrja hvers vegna Tyrkinn væri að elta sig. Nei, hann liafði engan tíma til umhugsunar, en rétti bara manninum l'úfuna sína og lagði svo á flótta eins og fastur toguðu. Ero dreifði nú mjöli um sig allan og setti upp húfu malarans, svo að liann leit nú út eins og reglulegur malari, þeg- ar bóndinn liratt upp hurðinni og kall- aði: „Hvað hefur þú gert við manninn, sem gekk hér inn rétt áðan?“ Ero benti upp á brekkuna. „Haltu í hestinn minn,“ sagði bónd- inn og tók á rás eftir manninum. En Ero hló í laumi og var ekki seinn a sér að snarast á bak hestinum og ríða af stað. Bóndinn hljóp eins og kraítarnir ^eyfðu upp bekkuna og góðan spöl inni 1 skóginn. Þar náði hann malaranum, sem skalf af hræðslu. „Láttu mig liafa peningana!“ sagði bann. „Þú sveikst peningana út úr konu tninni og laugst því að henni, að þú ætl- t'ðir að færa þá granna okkar, sem er dauður og kominn í annan heim.“ Malarinn var svo hræddur, að hann vissi ekkert, hvað hann átti að gera. „Guð veit, að ég hef hvorki séð kon- Una þína, dauða grannann ykkar eða Peningana,“ sagði hann. Þeir voru báðir svo æstir, að þeir oskruðu hvor framan í annan, en loks- lns skildu þeir, hvernig í öllu lá. Þá hlupu þeir í hendings kasti niður að myllunni. Þá var hesturinn horfinn og einnig Ero, en bóndinn varð að fara fótgangandi heim til sín — peninga- laus og hestslaus. Þegar konan hans kom auga á hann, liijóp hún á móti honum. „Hvað liefur komið fyrir?“ spurði hún. Bóndinn svaraði með allri þeirri ró- semi og stillingu, sem hann átti yfir að ráða: „Þú sendir granna okkar peningana, svo að hann gæti keypt sér kaffi og tó- bak. Nú sendi ég honum hestinn minn, svo að liann þurfi ekki að fara fótgang- andi, ef hann þarf að skreppa milli bæja þarna hinumegin!“ Þýtt úr norsku. — H. J. M. VORIÐ 171

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.