Vorið - 01.12.1967, Síða 32
Þegar hann sá að telpan var ómeidd
varð hann strax rórri. Móðir telpunnar
kom nú aðvífandi og tók hana í fang
sér.
Hún þakkaði Axel björgunina með
mörgum fögrum orðum og að endingu
laumaði hún hundrað krónu seðli í lófa
hans.
Bílstjórinn, sem staðið hafði álengd-
ar og horft á, kom nú og kvaðst ekki
mega vera eftirbátur konunnar.
Tók hann upp hjá sér annan hundrað
króna seðil, sem hann fékk Axel bros-
andi.
Síðan sneri hann sér að konunni og
bauðst til að aka þeim mæðgunum
heim.
Axel stóð einn eftir á gangstéttinni
og starði á peningana í höndum sér.
Tvö hundruð krónur!
Nú gat hann keypt sér fótholtaspilið,
sem hann hafði svo lengi dreymt um að
eignast. Hann ákvað að fara fyrst heim
með það, sem hann hafði keypt, en síð-
an beina leið að kaupa spilið.
Á heimleiðinni gekk hann fram hjá
litlu og fremur hrörlegu liúsi. Þar hjó
gömul kona, sem hann þekkti. Og sök-
um þess hve glaður hann var, datt hon-
um í hug að líta inn og veita henni hlut-
deild í gleði sinni. Þegar hann kom inn
sá hann hvar gamla konan sat með hend-
ur í skauti sér og horfði út um gluggann
raunaleg á svip.
Hann spurði hana hvað amaði að.
Hún varp öndinni mæðulega.
— Hvað ætli þú skiljir það, hróið
mitt. Það er sosum engin von, að þú,
barnið, skiljir þessi peningavandamál
og allar þær áhyggjur, sem þeim fylgja.
— Jú, jú — greip hann fram í ákafur
— segðu mér það bara, aldrei kemur
það að sök, hætti liann síðan við eftir
stundarþögn.
— O-jæja, hróið mitt — sagði sú
gamla og brosti ofurlítið raunalega —
ég er nú hrædd um að þú getir nú lítið
hjálpað í þetta sinn. Eg skulda nefni-
lega einar 200 krónur upp í húsaleiguna
og í dag kom húseigandinn til mín og
sagði, að ég yrði borin út á morgun, ef
ég greiddi ekki leiguna. Það er nú sos-
um ekkert skemmtileg tilhugsun að
verða borin út á götuna svona rétt fyrir
jólin, og það á sjálfan aðfangadaginn..
Hér bugaði ekkinn hana og hún brast
í grát.
Eins og eldingu laust því niður í huga
drengsins, að hann átti tvo hundrað
krónu seðla í vasanum, þeir mundu
duga, en hann gat ekki gefið peningana
sína. Þá myndi hann ekki eignast spilið.
Hann lagði af stað í átt til dyranna,
hikaði ósjálfrátt og greip hendinni nið-
ur í vasann, svo hristi hann höfuðið með
sjálfum sér og hélt áfram. Hann lagði
höndina á hurðarhúninn, en hikaði afl-
ur.
Hann seildist ofan í vasann og dró
upp tvo samanvöðlaða hundrað krónu
seðla, síðan gekk hann yfir gólfið og
lagði þá í kjöltu gömlu konunnar.
— Gjörðu svo vel, sagði hann — ég
ætla að gefa þér þetta. Og áður en gamla
konan gat slunið upp nokkru þakklætis-
orði, var hann rokinn á dyr. Hann gekk
hægt á heimleiðinni og horfði niðui"
fyrir fætur sér.
Þegar hann gekk fram hjá húðai'-
glugganum, þar sem fótholtaspilið vat
174 VORIÐ