Vorið - 01.12.1967, Blaðsíða 36
dansa um höfuðið á henni. Þeir mega
gjarnan sjá, að henni er ljúft að vera
með honum. Þeir mega líka gjarnan sjá,
hve hann er glaður í kvöld.
— Halló! Þið megið horfa á og sjá,
hve við erum dugleg, — hve duglegur
ég er, hugsaði hann, — standa þarna
utan við. — I kvöld á enginn að vera
utan við — ekki heldur Kolheinn og
Haraldur.
— Komið og hjálpið til! kallar hann.
Hann veit ekki fyrr en hann hefur sagt
það.
Allir hætta að vinna. Þau stara öll
undrandi á Aka.
— Hafið þið heyrt annað eins?
Sveinn á Sandmói hugsar upphátt fyrir
öll hin.
— Nú geta þeir komið, þegar við er-
um búin með húsið!
Hann talar svo hátt að þeir geta vel
heyrt það út á stíginn.
— Húsið! hrópar Kolbeinn og hlær.
— Þvílíkt hús! Brúðuhúsið það tarna!
Svo hlæja þeir báðir. — Það verður
gaman, þegar brúðuhúsið er búið. —
Sofðu barnið mitt, sofðu lengi, syngja
þeir í kór og vagga með handleggjunum
Svo snúa þeir baki við fólkinu og fara.
Allir hætta að vinna eitt andartak og
horfa á etfir þeim. — Þeir hefðu ekki
ált að sleppa svona auðveldlega, hugsa
þau flest. — En nú er það of seint, þeir
eru fljótir að hverfa.
— Ef þeir koma hér, þá stíg ég ekki
hér inn fyrir dyr.
Það er Sveinn, sem segir þetta, og
hann segir þetta svo hátíðlega, að allir
verða alvarlegir á svipinn. Málið er þar
með útrætt, og svo heyrast hamarshögg
og sagarhljóð aftur um allt húsið.
Það er aðeins Áki, sem ekki er ánægð-
ur. Það líður nokkur stund, þar til hann
tekur gleði sína aftur og er eins ákafur
við vinnuna. Hann skilur ekki félaga
sína. Hann skilur ekki, að þeir skuli enn
vera reiðir við drengina í Innstadal
svo löngu síðar. Hann treystir sér
ekki að fá þá á aðra skoðun, og þá var
það líka hans sök. — Þeir hefðu átt að
fá að vera með í byggingunni. Það hefði
verið ennþá ánægjulegra, ef þeir hefðu
verið með í hópnum eins og áður fyrr.
— En það er eins og einhver hvísli að
honum, að þessu sé ekki lokið, með þá
Harald og Kolbein.
— Hvað er að þér?
Það er Hjördís, sem kallar til hans og
bíður eftir nýjum planka. Hún situr á
risinu og hlær stríðnislega. Hún fær
hann til að hlæja líka og nú hugsar
hann aftur um vinnuna.
Það er komið langt fram á kvöld.
Minni börnin eru farin heim, en þeir
eldri hamast við vinnuna. Þeir vilja ekki
hælta fyrr en þak og veggir eru búnir
og gólfið lagt. En Sveinn á Sandmói
hætir enn einu við.
bíður eftir nýjum planka. Hún silur a
íþróttaskálanum á Mó-sléttunni.
Og nú er gengið að því að koma fyrir
eldstæði. Sveinn hefur fengið gamla
eldavél heima. Auðvitað er hún dálítiö
riðguð, en ef hún getur hangið saman,
þá skal reykurinn úr henni sjást um all-
an Bjarnardal.
Drengjunum heppnast vel með elda-
vélina, og Hjördís uppgötvar reykinn
fyrst af öllum. Hún hefur neglt síðasta
naglann og hent frá sér hamrinum og
178 VORIÐ