Vorið - 01.12.1967, Page 40

Vorið - 01.12.1967, Page 40
hrista koddana, svo að íjaðrirnar fjúki. Þá snjóar á jörðinni. Eg heiti móðir Halla.“ Gamla konan var svo vingjarnleg að stúlkunni hvarf nú allur ótti og hún tók við stöðunni, sem henni hafði verið boðin. Síðan fór hún að vinna, og hús- móðir hennar var ánægð með hana. Hún hristi koddana og sængurnar, svo að fjaðrirnar fuku í allar áttir eins og skæðadrífa. Hún átti þarna góða daga. Kerlingin talaði aldrei styggðaryrði til hennar og hún fékk nógan og góðan mat. Þarna var hún nokkurn tíma hjá óð- ur Höllu, en þá fór henni allt í einu að leiðast. Hún vissi í fyrstu ekki af hverju það kom, en loks varð henni ljóst, að hana langaði til að komast heirn til sín. Jafnvel þótt henni liði þúsund sinnum betur hér, langaði hana til að komast heim. Og dag nokkurn sagði hún við kerlinguna: „Mig langar svo afskaplega mikið heirn. Það er alveg sama, þótt mér líði vel hér. Ég get ekki að því gert, að mig langar til að fara heim. Ég get ekki verið hér lengur.“ „Þetta líkar mér vel,“ sagði kerlingin. „Og vegna þess að þú hefur þjónað mér vel og dyggilega ætla ég nú að hjálpa þér til að komast upp aftur til þinnar veraldar.“ Svo tók hún í hönd hennar og gekk af stað. Þær komu brátt að stóru hliði. Þegar hliðið opnaðisl tók að rigna yfir hana gullpeningum. Peningarnir hlóð- ust á hana, svo að hún var öll þakin með gullpeningum. „Þetta átt þú að eiga. Þú hefur verið iðin og dugleg,“ sagði móðir Halla og fékk henni snælduna um leið, sem hún hafði misst í brunninn. Síðan lokaðist hliðið og stúlkan var allt í einu komin upp á jörðina rétt hja liúsi stjúpmóður sinnar. Þegar hún kom inn í garðinn, stóð haninn við lnunninn og sagði: Gaga-gaga-gó! Síðan gekk hún inn í húsið, og þær mæðgur tóku vel á móti henni, þegar þær sáu allt gullið, sem hún kom með. Stúlkan sagði þeim frá öllu. sem við 182 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.