Vorið - 01.08.1971, Síða 7
dags. Undir því merki skal hún sigur
vinna.‘ ‘
Eins og verða vill um einarða og mikil-
tæfa andans menn, sem binda elcki bagga
sma sömu hnútum og miðlungsmenn, þá
komst hann ekki alltaf hjá því að gjalda
öfundar. En þeim galt hann svörin, ef til
vill ekki með öllu þóttalaust:
„Hæstu trén rísa alltaf upp úr fönn-
inni“ ; — „Ekki hrynur fjallið, þótt mýs
tísti í mosaþúfu“, og „Stöðupollar skilja
ekki straumvötn“.
Síðasta bónin.
Jón litli vann allan daginn úti á engi.
Hann hlakkaði til kvöldsins, að mega
koma heim til pabba og mömmu, borða
°g hvíla sig.
Hann kepptist við vinnuna, og því var
bvíldin honum ljúf.
Eitti kvöld, er hann gekk af engi, mætti
kann pabba sínum. Iíann rétti honum
sendibréf og sagði: „Viltu fara með þetta
á pósthúsið fyrir mig?“
Það dofnaði yfir Jóni, hann var að
hugsa um að hafa á móti því. Loks sigr-
aði göfuglyndið. Hann tók við bréfinu
°g sagði: „Það er velkomið, pabbi minn.“
,,Þú ert góður drengur. Guð blessi
Þig,“ sagði faðir hans. „Ég ætlaði að
fara með það sjálfur, en treysti mér varla
fil þess. Ég tek mér nærri að biðja þig
þess, ég veit að þú ert orðinn þreyttur.“
Þegar drengurinn kom heim, var fað-
lr hans dáinn. Jón minntist þess oft með
gleði, að hafa gert með góðu það síðasta,
Sein pabbi hans bað hann.
Löngu, löngu síðar sagði Jón börnun-
um sínum þessa sögu.
Vorið
Davíð Stefánsson átti hugsjón, var
henni trúr og vildi kveikja hugsjónaeld
í brjóstum landa sinna:
„Meðan einn gneisti brennur, er ekki
vonlaust, að eldurinn glæðist. Sú þjóð,
sem leggur rækt við göfgandi hugsjónir,
stuðlar að gæfu og gróðri alls mann-
kyns.“
Davíð Stefánsson andaðist í sjúkrahúsi
Akureyrar 1. marz 1962, sextíu og sjö ára
að aldri, en ljóð hans og hugsjónir munu
lifa.
Þá sögðu þau hvert við annað: „Við
skulum alltaf gera það, sem pabbi og
mamma biðja okkur um. Við vitum al-
drei nema það geti orðið síðasta bónin.“
Vináíta dýranna.
Fíll einn hafði tekið ástfóstri við lít-
inn hund. Piltarnir, sem hirtu fílinn,
höfðu gaman af að stríða fílnum, með
því að klípa í eyrun á liundinum, svo að
liann skrækti. Kvöld eitt gerðu þeir þetta
rétt við vegginn á húsinu, sem fíllinn
var í. En allt í einu heyrðist brak og
brestir, plankarnir í veggnum hrukku í
sundur og fíllinn rak stóra hausinn út
um gatið, hafði hann ranann á lofti og
var svo ófrýnn á svipinn, að mennirnir
flýttu sér sinn í hvora áttina, en litla dýr-
ið liljóp með mikilli gleði til verndarans
síns volduga.
Kenn.ari (bendir á landabréf): „Ef ég sigli
nú niður þessa á, hvaS lieita þá hæðirnar, sem
ég liefi á hægri hönd?“
Drengur (horfir á liondina) : „Þær heita
vörtur/‘
115