Vorið - 01.08.1971, Page 14

Vorið - 01.08.1971, Page 14
„Jú,“ svaraði kennarinn, og Óli las svo hátt að bergmálaði í skólastofunni. „Þetta er sannarlega einkennilegur drengur,“ sagði kennarinn á eftir, „þú lest með stafina á haus, Óli!“ „Geri ég það ?“ „Já, þú gerir það. Þú lest eins og Kín- verji, Óli.“ Þá hló allur bekkurinn. Óli varð miður sín, vegna þess að hlegið var að honum. Og þegar þau komu út í hléinu, kölluðu þau til hans: „Þú ert duglegur Kínverji, Óli!“ Og þannig festist nafnið við hann. Hon- um leiddist það. Börnin héldu þessu áfram. Allir kölluðu hann Kínverjann og kennarinn brosti. í kennarastofunni lýsti hann undrun sinni og sagði frá Óla: „Það er einkennilegur drengur í bekkn- um mínum. Hann heitir Óli. Hann les eins og prestur, en hann snýr bókinni öf- ugt!‘ ‘ „Hann hefur lært hana utanbókar,“ sögðu hinir. „Nei, ég athugaði það, svo er ekki.“ „Snerirðu þá ekki bókinni við?“ „Jú, en þá gat hann ekkert. Hann sneri henni við og þá fluggekk lesturinn aftur.“ „Jæja, en getur ekki verið eitthvað bog- ið við augun?“ „Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð,“ sagði kennarinn. Bn þegar þetta breyttist ekki, fór hann heim til foreldra Óla, til að spyrja um álit þeirra á leslagi Óla. „Kennarinn er að koma,“ sagði Andrés, þegar hann sá til hans. „Nú hefur Óli gert eitthvað af sér í skólanum eða brotið rúðu, hugsa ég!“ „Gættu að sjálfum þér,“ sagði pabbi. En hann var líka svolítið undrandi. „Það er bezt að þú farir út og takir Óla með þér, kennarinn ætlar sér sennilega að tala við okkur.“ Drengirnir fóru með tregðu út um bak- dyrnar og mamma fór og tók á móti kennaranum. „Góðan daginn,“ sagði kennarinn. „Góðan daginn,“ sögðu pabbi og mamma og buðu honum inn, náðu í stól og buðu honum sæti. „Eg kem hingað vegna hans Óla, drengsins ykkar,“ sagði hann. „Jæja,“ sagði pabbi. „Er eitthvað að, kennari ?‘ ‘ „Nei, en við vitum ekki hvað við eig- um að halda. Iíann er bráðgreindur, drengurinn. En hið einkennilega er, að hann heldur bókinni öfugt, þegar hann les, en samt er hann duglegastur við lest- ur í bekknum. Hafið þið tekið eftir þessu hér heima? Er nokkuð að honum annars að öðru leyti?“ „Öfugt?“ sagði pabbi hugsandi. „Það var einkennilegt. Nei, satt að segja höf- um við látið drengina hjálpa sér sjálfa, við höfum ekki viljað skipta okkur af þeim, ef þeir hafa ekki leitað til okkar. En þetta — hvað heldur þú, kona?“ „Ojæja, þetta er ekki mjög hættulegt,“ hélt kennarinn áfram. „Það eru margir sem ekki geta lesið, sumir læra það hægt, aðrir fljótt, en ef til vill er eitthvað að augunum, og það ætti að vera auðvelt að lagfæra. Furðulegt hvefsu margt er hægt að bæta nú á tímum. Það má nú segja, en þetta . . .“ „Yar það — þess vegna, sem þér köll- uðuð hann Kínverja?“ spurði mamma. „Kínverja?“ spurði kennarinn. „Kall- aði ég hann það?“ „Já, hann kom heim og var leiður yfir því, en við hugguðum hann með því, að 122 YORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.