Vorið - 01.08.1971, Side 15

Vorið - 01.08.1971, Side 15
Kínverji væri alveg eins góður og Norð- maður.“ „Einmitt. En þetta var heimskulegt af mér,“ sagði kennarinn. „Eg vildi hon- um ekkert illt með því. Þannig er það, ég lief farið laglega að ráði mínu. Eg var svo hissa og hélt að hann hefði lært bókina utan að, en þegar ég fékk konum lesbók, las hann nærri því eins vel. Og bókinni hélt hann öfugt! Ég hef aldrei séð annað eins. Ef til vill ættum við að tala við skólalæknirinn, þá getum við komizt til botns í þessu.“ „Við getum fyrst talað við drengina,11 sagði pabbi og kallaði á þá. Andrés kom á undan, forvitinn og ákafur. Óli á eftir, hann var stúrinn, líklega snerti heimsóknin hann. Ilann skildi það vel. Hann fór að sjá eftir að hafa asnast til að fara í skóla. „Hvað hefur Óli brotið af sér?“ spurði Andrés ákafur. „Ekkert,“ sagði kennarinn. „Hver seg- ir að Óli hafi brotið af sér?“ „Nei, en þeir kalla hann Kínverjann, en af hverju?" Kennarinn og foreldrarnir horfðu livert á annað. Svo spurði hann Óla, hvernig hann hefði lært að lesa. Kenndi mamma honum? Eða pabbi? Andrés stóð og tví- sté af ákafa. Kennarinn leit á hann. „Veizt þú eitthvað um þetta, Andrés?11 „Það var ég, sem kenndi lionum að lesa,11 sagði hann. „Jæja, er þetta rétt, Óli?“ „Þetta getur verið rétt,11 sagði mamma. „Þegar Andrés sat og stafaði eða las upp- hátt, sat Óli grafkyrr og starði á bókina °g hlustaði. Við höfum að minnsta kosti ekki kennt honum nokkurn hlut.“ „Hér sat hann,“ sagði Andrés og benti á litla borðið undir veggljósinu. „Ég sat á móti honum og las heimaverkefnin mín, og Óli, sem var ekki þá byrjaður í skól- anum, mátti sita þarna og horfa á, ef hann steinþegði.11 Kennarinn leit á borðið, fór þangað og settist. „Seztu svo og lestu eins og þú varst vanur, Andrés,11 sagði hann. Og svo sat Andrés og las í lesbók ann- ars bekkjar, en kennarinn sat í sæti Óla á móti honum. „Þetta er það skrýtnasta, sem fyrir mig liefur komið,11 sagði hann og hló. „Svo duglegan dreng hef ég ekki fyrir- hitt á minni ævi! Hér situr hann og horf- ir á bróður sinn og lærir að lesa öfugt! Það er engin furða, að liann hafi vanið sig á það — í heilan vetur! Heyrðu, Óli litli, þú ert eins duglegur og Kínverji og Norðmaður samanlagðir, ef Kínverjar lesa þá öfugt. Ég er ekki viss um það heldur. En nú verðum við að taka okk- ur til og snúa bókinni smám saman við, jafnvel þótt þú verðir að læra að lesa að nýju! Og þá verður þú eini nemand- inn í öllum skólanum, sem getur lesið á tvo vegu. Þetta slculum við láta hina glíma við, og þá geta þeir séð, hversu auðvelt það er.“ Svo drakk kennarinn kaffi og borðaði kökur hjá mömmu, og hann og Óli urðu aldavinir alla ævi. Þegar börnin í skól- anum heyrðu þetta, urðu þau svo furðu lostin, að Óli varð eftirlætis nemandi skólans — fyrir kom, að drengir komu úr fimmta bekk og báðu Óla að lesa í bókum á liaus. Á eftir hristu þeir höfuð- in, þetta gat enginn, og á þennan hátt varð Kínverjinn að heiðursnafni, sem Óli þurfti ekki að skæla yfir. Hann lærði fljótt að lesa á vanalegan liátt, það get,- urðu bókað. Vorið 123

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.