Vorið - 01.08.1971, Page 16
EINAR LOGI EINARSSON:
DORI FER
Þegar ég var lítill drengur, sagði móð-
ir mín mér oft sögur, áður en ég fór að
sofa á.kvöldin, og bjó hún þær þá oft til
sjálf. Ein var um hann Dóra, sem fór á
berjamó, og hana langar mig til að segja
ykkur núna.
Dóri hét reyndar Iíalldór, en var bara
kallaður Dóri, en það er algengt að stytta
mannanöfn í daglegu tali, eins og þið öll
vitið. Dóri litli var níu ára þegar sagan
gerðist. Það var um haust og hann var
að byrja annað árið sitt í skólanum. Hon-
um þótti fjarska skemmtilegt að vera
kominn í skólann aftur. Þar lærði hann
svo margt, sem honum þótti gaman að,
svo sem að lesa og skrifa, og stundum
fengu börnin að teikna eða búa til ýmsa
muni úr leir. Það þótti Dóra fjarskalega
gaman.
Svo var það, þegar Dóri var búinn að
vera nokkra daga í skólanum, að kennar-
inn sagði við börnin:
„Jæja, börnin góð. Á morgun skuluð
þið koma sérstaklega vel búin í skólann,
og þið skuluð hafa með ykkur eitthvert
ílát, því að ég ætla með ykkur til Þing-
valla á berjamó.“
Þetta þótti krökkunum aldeilis spenn-
andi. Þau vissu öll hvar Þingvellir voru,
og höfðu reyndar öll komið þangað ein-
hvern tíma í fylgd með foreldrum sínum.
„Svo skuluð þið líka hafa með ykkur
nesti, því við verðum það lengi í ferð-
inni, að þið verðið áreiðanlega orðin
Á BERJAMÓ
svöng, áður en við komum heiin aftur,“
hélt kennarinn áfram.
I frímínútunum var eltki um annað tal-
að en þessa væntanlegu berjaferð og til-
hlökkunin var mikil hjá börnunum. Þeg-
ar skólanum var lokið þennan dag, hljóp
Dóri í einum spretti heim til sín
„Mamina, mamma,“ hrópaði hann, þeg-
ar hann kom inn úr dyrunum. „Við eig-
um að fá að fara á berjamó á morgun.“
„Það var gaman að heyra, Dóri minn,“
sagði mamma hans. Síðan sagði hún Dóra
að setjast hjá sér, og ræddu þau um það
drykklanga stund, í hverju hann ætti að
fara, og hvað hann vildi nú helzt liafa
með sér í nesti. Svo fór mamma fram í
búr og náði þar í heljarstóra dós undan
sultu.
„Þetta er nú stór dós,“ sagði mamma,
þegar hún kom aftur til Dóra. „Ég hugsa
nú að þú getir ekki tínt hana fulla.“
„Jú, jú,“ sagði Dóri litli með ákafa.
„Eg ætla að vera svo duglegur.“
Dóra litla gekk illa að sofna þetta
kvöld, því tilhlökkunin var svo mikil. Að
lokum kom þó Óli lokbrá og spennti regn-
hlífina sína yfir höfuð hans,’en eins og
þið vitið er það hann, sem lætur okkur
sofna á kvöldin.
Morgunninn rann upp. Þegar Dóri litli
vaknaði, þaut hann út að glugganum til
að gá til veðurs. Jú, það gat ekki betra
verið. Iliminninn var heiðskír og sólin
skein glatt Lognið var svo mikið, að trén
í garðinum hreyfðust ekki.
124
VORIÐ