Vorið - 01.08.1971, Síða 18

Vorið - 01.08.1971, Síða 18
uðu ekkert í Valhöll, heldur var haldið áfram meðfram vatninu. Þegar kennar- anum fannst þau vera komin mátulega langt, bað hann bílstjórann urn að stanza. Síðan sneri hann sér að krökkunum og sagði: „Iíérna held ég að sé mikið af berj- um. Nú skulum við öll vera dugleg að tína, og enginn má fara mjög langt í burtu. Þegar þið heyrið svo að bílstjór- inn flautar, eiga allir að koma og borða nestið sitt.“ Börnin skildu þetta vel, og lofuðu að gera eins og kennarinn sagði. Að því búnu flýttu þau sér út úr bílnum og hlupu út í móana í leit að berjum. Dóri litli leit vandlega í kringum sig. Jú, þarna á stórri þúfu sá hann heilmik- ið af berjum. Hann var ekki seinn á sér að fara að þúfunni og tína af kappi. Þegar hann var búinn að tína öll berin þarna, ætlaði hann að næstu þúfu. Þá heyrði hann allt í einu kallað: „Dóri, Dóri!“ Dóri leit upp, alveg hissa. Hver gat verið að kalla á hann. Þá sá hann hvar fólksbifreið hafði stanzað við hlið rútu- bílsins, og út úr honum stigu hjón, með tvö börn. Þá þekkti Dóri litli, að þar voru komnir vinir fjölskyldu hans. Hann gekk til þeirra og heilsaði þeim. Þau voru líka að fara í berjamó. Eftir að Dóri hafði talað við þau góða stund, sagðist hann verða að fara að tína aftur, því hann ætlaði að fylla dósina sína fyrir kvöldið. Hann kvaddi því og hélt af stað aftur Hérna var alveg krökt af berjum, bæði krækiberjum og bláberjum. Dóri ætlaði sér aldeilis að vera duglegur, svo hann gæti komið með dósina fulla heim um kvöldið. Og tíminn leið. Allt í einu heyrðu börnin að bílstjórinn flautaði. Þau mundu, að þá áttu þau að koma að bílnum og borða nestið sitt. Og þau hlupu í einum spretti. En, æ. Einn strákurinn var svo óheppinn, að hann rak fótinn í þúfu og féll um koll, og öll berin, sem hann var búinn að tína, hvolfdust úr krukkunni hans niður í lyngið. Þegar húi börnin sáu þetta, fóru þau til hans og hjálpuðu honum að tína í krukkuna hans á ný. Það var ekki lengi gert, þegar þau hjálpuðust öll að. Drengurinn var nærri farinn að skæla, en þegar krakkarnir reyndust svona hjálplegir, tók hann brátt gleði sína á ný. Þegar börnin komu að bílnum, tók hver fram nestið sitt og aðgætti, hvað mamma hefði nú gefið sér. Þar kenndi margra grasa. 011 voru þau með brauð- sneiðar, suinar voru með eggjum, aðrar með tómötum og ég veit ekki hvað og hvað. Auðvitað voru þau líka með mjólk á flöskum Börnin voru ekki lengi að borða nestið sitt, því þau vildu ólm kom- ast aftur út í móana og halda áfram að tína. Dóri litli var búinn að tína tæplega í hálfa dósina og vissi, að liann þurfti að herða sig, ef honum átti að takast að fylla hana, áður en lagt yrði af stað heim. Hann kepptist því við að tína. Hann bókstaflega gleymdi, öllu, sem í kringum hann var, en tíndi og tíndi af hverri þúfunni á fætur annarri. Loksins var dósin orðin full, og hann leit upp glaður. En hvað var þetta ? Ilann var kominn langt í burtu. Hann sá bílinn hvergi og heldur ekki hina krakkana. Hann hafði ekkert tekið eftir hvert hann fór, svo ákafur hafði hann verið að tína berin. Iíann hafði heldur ekki heyrt þeg- 126 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.