Vorið - 01.08.1971, Síða 19
Eérna var alveg TcrölcTH af berjum.
ar bílstjórinn flautaði til
flterkis um það, að nú ætti
að halda heim.
Það kom skeifa á munn-
mn á Dóra litla, og eitt tár
laumaðist hægt niður kinn-
ma á honum, en hann á-
kvað að harka af sér og
reyna að rata út á veginn.
En hann vissi ekkert hvert
úann átti að fara. Hann
rölti þarna um góða stund.
Rökkrið færðist sífellt yfir,
°g nú fór Dóri litli að verða
hræddur, enda eklcert gam-
anmál fyrir níu ára dreng
að vera týndur. Og nú
byrjaði hann að skæla,
fyrst ósköp pínulítið, en síð-
an alltaf meira og meira.
Hann rölti þarna stefnu-
laust um, og án þess að
hann yrði þess var, týndi
hann öðrum skónum sínum.
Þegar hann hafði gengið
um góða stund, var hann
bæði orðinn svangur og þreyttur. Þá kom
hann að lítilli laut. Hann lagðist niður
td að hvíla sig og skæla niður í grasið.
fnnan stundar yfirbugaði þreytan hann
°g hann féll í væran svefn.
Nú víkur sögunni heim til pabba og
uiömmu hans Dóra. Þegar töluvert var
liðið fram yfir kvöldverðartíma, fóru þau
að gerast óróleg.
„Mikið kemur hann Dóri seint heim,“
sagði mamma hans. í sömu andrá hringdi
síminn. Mamma svaraði.
„Halló,“ sagði rödd í hinum enda sím-
aus. „Er þetta heima hjá honum Ilall-
dóri V ‘
„Já,“ svaraði mamma. „Þetta er móð-
ir hans, sem talar.“
„Þetta er kennarinn. Mig langaði til
að vita hvort Ilalldór væri kominn heim.“
„Nei, það er hann ekki,“ hrópaði
mamma upp yfir sig. „Þið hafið þó ekki
skilið hann eftir á Þingvöllum?“
Þá sagði kennarinn frá því, að þeg-
ar hann hefði talið börnin, áður 'en lagt
var af stað heim, hefði Dóra vantað, en
hann hefði séð hann hitta vinafólk sitt
fyrr um daginn, og þar sem það hefði
farið á undan rútubílnum, kvaðst kenn-
arinn hafa álitið, að Dóri hefði farið ineð
þeim, en gleymt að láta sig vita.
Vorið
127