Vorið - 01.08.1971, Page 25
Bréf til Vorsins
Galtalæk, 4. maí 1971
Kæra Vor!
Eg bið þig velvirðingar á því, live seint ág
aencli þér greiðsluna fyrir blaðið.
En hér með sendi ég þér hundrað og fimmtíu
krénur, í von um að það sé rétt uppliæð.
En um leið vil ég þakka þér fyrir allt garnalt
°g gott. Ég hef keypt þig í um það bil fjögur
ar, en ég tók við af systur minni. Ég hef ekni
í byggju að hætta að kaupa þig, þó að ég sé að
verða 16 ára.
Virðingarfyllst,
Yalgerður Sigurjónsdóttir.
Kæra Vor!
Eg er níu ára og hef aldrei skrifað til þín
áður. Ég hef mjög gaman af því að lesa þig,
eg óska þess að allir hafi eins gaman af þvi
°g ég. Vertu blessað, kæra Vor.
Bryndís Berg
Akureyri.
Eróf Bryndísar er fallega litskroytt, en því
uuður er ekki liægt að láta þær skroytingar birt-
ast liér með bréfinu hennar.
Kópavogi, 23. ágúst 1971.
Kæra Vor!
Eg ætla nú að þakka þér fyrir allt gamalt og
gott. Mér þykir gaman að lesa þig. Mér finnst
Grant skipstjóri og börn hans skemmtileg saga
°g það er gaman að lesa skritlurnar og allt ann-
í blaðinu. Ég lief mikinn áliuga á bréfaskrift-
um og langar því að biðja þig að birta nafnið
mitt i næsta,blaði. Mig langar að skrifast á við
Pilt eða stúlku (13-14 ára), og vinkonu mína
iangar að skrifast á við stúlku (10-12 ára). Við
sofnum báðar frímerkjum og liöfum mörg önnur
áhugamál. Svo langar mig líka að fá heimilis-
fang Ii já einlivorjum blöðum erlendis, sem ég get
Vorið
sett nafnið mitt í, því mig langar mikið að
skrifast á við krakka úti í löndum. Og nú ætla
ég ekki að hafa þetta lengra.
Kær kveðja,
Sigríður Þyrí STcúladóttir.
Nöfn og lieimilisföng Sigríðar Þyríar og vin-
konu hennar eru á öftustu síðu, ásamt fleirum,
sem óska eftir bréfaskiptum.
Kennari: „Hvernig vissi Nói, að flóðið var að
fjara út?“
Nonni: „Einn dag kom dúfa til lians með
blað í nefinu, svo liefur hann líklega lesið það
í blaðinu, að flóðið væri að verða búið.‘ ‘
Kennarinn: „Pyrir livað er Napóleon fræg-
astur?1 ‘
Jakob: „Fyrir að finna upp Napóleonskök-
urnar.' ‘
133