Vorið - 01.08.1971, Side 26
JULES VERNE:
Grant skipstjóri og börn hans
TÍUNDI KAPlTULI
í Pampasvirlci.
Þegar þeaair fagnaðarfundir liöfðu átt sér
stað, uppgötvuðu menn, að allir kvöldust af sár-
um þorsta. En til allrar hamingju var nú skammt
til árinnar.
Klukkan tíu gaf Glenvan merki um, að halda
skyldi af stað. En áður en ferðin var hafin,
voru allar leðurflöskurnar fylltar af vatni, og
þvi næst mjakaðist hópurinn af stað. Hestarnir
höfðu nú jafnað sig og náð fullum kröftum aft-
ur. Þess vegna var sprett úr spori hinn fyrsta
áfanga.
Talkave hafði búizt við að liitta Indíánana,
sem hann taldi víst, að hefðu Grant skipstjóra
sem gísl, mjög bráðlega. En lionum varð það
nokkurt undrunarefni að finna enga Indíána á
þessum slóðum.
Glenvan spurði landfræðinginn, hvaða skýr-
ingu Talkave gæfi á þessu.
„Hann getur ekki skýrt það á neinn hátt/‘
mælti Paganel.
„Hvaða Indíánakynflokk bjóst liann við að
hitta?‘ ‘
„Þá, sem hefðu útlenda fanga á sínum veg-
um.“
„Hvers konar menn eru það?“
„Ræningjar, sem réðu lögum og lofum í þess-
um byggðarlögum fyrir 30 árum, áður en þeir
voru hraktir út á sléttuna. Síðan hafa þeir orð-
ið að lúta öðrum, að svo miklu leyti, sem Indí-
ánar geta beygt sig undir annarra stjórn, og
nú lifa þeir á flækingi og ránum. Eg er þvi
undrandi yfir því, engu síður en Talkave, að
ekki skuli sjást nein spor eftir þá á þessum
slóðum, sem eru aðalheimkynni þeirra.“
„Hvað eigum við nú að gera?“ spurði Glen-
van.
Paganel ráðfærði sig við Talkave nokkrar
mínútur, en mælti síðan:
HANNES J. MAGNÚSSON ÞÝDDl
„Mér líkar vel tillaga Talkaves. Hann leggur
til, að við höldum viðstöðulaust áfram í austur-
átt, þangað til við komum að virki einu, sem
nefnist Pampasvirki. Þar getum við að minnsta
kosti fcngið að vita, hvað orðið hefur af Indí-
ánunum.' ‘
Nú var haldið áfram austur að Pampasvirki.
Páeinir setuliðsmenn voru í virkinu, allt ungir
menn. Elzti hermaðurinn var ekki mikið yfir
tvítugt, en sá yngsti var sjö ára. Þetta var í
raun og veru drengjahópur, sem hér vandi sig
við hermennsku. Einkennisbúningur þeirra var
röndótt skyrta, sem þeir girtu að sér með leður-
belti. Ilvorki voru þeir í buxum né sokkum, og
því síður áttu þoir nokkra kápu. Yeðurfar var
svo milt á þessum slóðum, að þeir gátu vel ver-
ið án þessara klæða. Hver þessara kappa liafði
bæði byssu og sverð. Allir voru þeir sólbrenndír
og furðanlega líkir hver öðrum, enda varð það
skiljanlegt, þegar það vitnaðist, að þotta voru
12 b.æður, sem voru þjálfaðir af þeim þrettánda.
Paganel var J>að nokkurt undrunarefni, að
heræfingar þeirra fóru fram oftir frönskum regl-
um. Hann heyrði meira að segja, að liðþjálf-
inn gaf skipanir sínar á frönsku.
„Þetta er stórmerkilegt/ ‘ sagði Paganel.
En Glenvan hafði ekki lagt leið sína austur
að Pampasvirki til að sjá drengi að lieræfing-
um, og því síður braut hann lieilann um það,
livaðan þeir væru ættaðir. Hann bað Paganel
að fara til virkisins og spyrja eftir foringjan-
um. Landfræðingurinn var fús til þess. Einn
hinna litlu liermanna gekk nú inn í liús eitt
lítið, sem notað var sem eins konar hermanna-
skáli. Skömmu síðar kom foringinn sjálfur í
Ijós. Það var þreklogur maður um fimmtugt,
hermannlegur að útliti, með stutt yfirvararskegg,
lítið oitt farinn að hærast, en augun hörkuleg
og skipandi. Hann bar sig vel og virtist vera
vanastur þvi að láta aðra hlýða Bér.
Paganel kynnti Glenvan greifa og félaga lianS
fyrir höfuðsmanninum, en meðan sá síðastnefndi
134
VORIÐ