Vorið - 01.08.1971, Síða 29

Vorið - 01.08.1971, Síða 29
„Slæmur fyrirboöi! ‘ ‘ mælti Wilson. „Já, það mundi Hálendingunum þykja/ ‘ mælti Mulrady. „Það, sem er ólieillavænlegt í Hálöndunum, verður það ekki síður hér/ ‘ mælti Wilson alvar- lega. Fram að þessum tíma höfðu ferðamennirnir verið heppnir með veður, en nú hafði himinninn tekið ískyggilegum breytingum. Dökkir skýja- bólstrar, sem undanfarandi hitadagar liöfðu ver- ið að mynda, hrönnuðu allt loftið og boðuðu steypiregn. Við þetta bættist svo það, að með þvx að komið var nú allnærri austurströndinni, mátti búast við austlægum vindum, sem einnig jók mjög á úrkomumöguleika á þessum slóðum. I’etta sást greinilega á gróðrinum, sem varð nú H) blómlegri og gróskumeiri, eftir þvi sem aust- ar kom. Ekkert rigndi þó þennan daginn, og um kvöldið var numið staðar við djúpa skurði, fulla af vatni. I>að var víst ekki um það að ræða að fá þak yfir höfuðið. Pankoáklæðin varð að nota bæði sem tjald og sæng, og þótt veðurútlit ',æri ískyggilogt, lögðust Iiinir þreyttu ferða- monn til hvíldar og sofnuðu von bráðar. Snemma næsta morgun var aftur lagt af stað. I’ví austar sem kom á sléttuna, því greinilegri urðu merkin um vatn, neðanjarðarár og læki, sem hvarvetna komu í Ijós á yfirborðinu. Ár °g vötn fóru nú að verða mikill farartálmi á leið ferðamannanna, en hingað til voru vötn Þossi okki dýpri en það, að hestamir komust yfir þau, en þetta virtist lieldur fara versnandi. Allt í einu kallaði Bóbert, sem hafði riðið nokkuð á undan: „Herra prófessor! Herra pró- fessor! Sjáið til! Hér er heill skógur af horn- um.“ jjAf hverju?“ spurði prófessorinn, sem hélt, að sér Iiefði mislieyrst. ),Af liornum, af nautgripahornum." ))Hrtu búinn að missa vitið, drengur? Skógur af nautgripahornum?“ „Þetta er alveg satt, horra prófessor. Sjáið kara sjálfir. Það er engu líkara en hér hafi verið sáð hornum eins og við sáum liöfrum.' ‘ )>Hvað er drengurinn að rugla,“ spurði majór- inn. Hn Bóbert liafði rétt fyrir sér. Brátt liöfðu nllir í hópnum séð „hornaskóginn“, stórt svæði, nlþakið liornum, eins og þau hefðu vaxið þarna upp úr moldinni. „Þetta er furðulegt/ ‘ mælti prófessorinn, sem VORIÐ sneri sér nú að Talkave og spurði hann, hvort hann vissi, livernig á þessu stæði. „Já,“ svaraði Indíáninn. „Þetta eru liorn í raun og veru, sem standa þarna upp úr jörð- inni, en nautin eru fyrir neðan yfirborð jarðar.“ „Ó-já! ‘ ‘ lirópaði Paganel. „Þetta er naut- gripahjörð, sem hefur sokkið í kaf í mýrlendið." „Já, rétt.“ Eerðamennirnir flýttu för sinni frá þessum hættulega stað. En Talkave gaf þessum ótrygga jarðvegi ná- kvæmar gætur og var venju fremur áhyggju- fullur á svip. Hann nam staðar við og við og stóð upp í ístöðunum. Því næst lét liann fylgd- arlið sitt beygja lítið eitt til hægri, því næst aftur til vinstri, án þess að gofa þeim nokkrar skýringar á þessu einkennilega ferðalagi. Pag- anel spurði, hvað þetta ætti að þýða, en Tal- kave liristi aðeins höfuðið. „Það er eitthvað að/ ‘ tautaði landfræðing- urinn, „og við fáum væntanlega að vita það nógu snemma.' ‘ Himinninn varð æ skuggalegri og ferðamenn- irnir hvöttu því hesta sina eins og þeim var unnt, en vegna þess að þeir urðu að vaða olg- inn í mjóalegg, reyndist þeim leiðin bæði erfið og torsótt. Klukkan tvö var eins og allar flóðgáttir him- insins opnuðust, og regnið streymdi úr loftinu, eins og það getur orðið mest á lxitabeltissvæð- inu. Frá þossu mikla syndaflóði var engrar und- ankomu að vænta, ekkert annað að gera en að reyna að sætta sig við þetta mikla bað. Seint um kvöldið komu ferðamennirnir að kofa einum, og voru þá allir mjög illa til reika, hraktir og liungraðir. Svo máttfarnir voru þeir orðnir, að enginn treysti sór til að halda áfram lengra þann daginn. Þeir tóku því liúsaskjólinu með þökkum, þótt lélegt væri. Þeir hreiðruðu um sig þarna eins vel og þeir gátu, og eftir langa mæðu tókst þeim loks að kveikja upp eld, sem þeir gátu ornað sór við lít- ið eitt. Enn streymdi regnið úr loftinu í al- gleymingi og lak niður um kofaþakið, svo að illa gekk að halda eldinum lifandi. Kvöldverðarins var neytt i þögn. Maturinn var slæmur og matarlystin einnig lítil. Majór- inn var sá eini, sem gerði rennblautu brauðinu og kjötinu góð skil. Hann var alltaf samur og jafn, ekkert gat raskað geðró þess manns. Paganol reyndi að gera að gamni sínu, eins 137

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.