Vorið - 01.12.1971, Side 3
TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA
37. ÁRGANGUR 5. - 6. HEFTI _ SEPT. - DES. 1971
KEMUR ÚT ANNAN HVERN MÁNUÐ. 36 SÍÐUR HVERT HEFTI. ÁRGANGURINN KOSTAR ISO KRÓNUR OG
GREIÐIST FYRIR I. MAÍ. AFGREIÐSLA: BERGSTAÐASTRÆTI 27 - REYK3AVÍK - PÓSTHÓLF 1343 - SÍMI 10448
BlRGIR Kjaran:
ALBERT THORVALDSEN
Á því leikur ekki vafi, að Albert Thor-
valdsen, er einna nafnkunnastur manna
af íslenzku bergi brotinn. Um hitt hefur
fremur verið deilt til hvorrar þjóðar, ís-
lendinga eða Dana, hann kenndi sig, og
hvorrar ættar listsköpunargáfa hans
væri. — Ekki er heldur fullvíst hvar fæð-
ingarstaður hans var.
Sú saga hefur þó lengi lifað í Skaga-
firði, að hann hafi fæðst um borð í
dönsku kaupfari, sem beðið hafi byrjar
nndir Málmey eða Þórðarhöfða á hausti
árið, 1770. Annaðhvort hafi verið farið
nieð hann óskírðan til Kaupmannahafn-
ar, eða presturinn að Felli í Sléttuhlíð
hafi verið sóttur til að skíra hann. Og
Það síðara talið sönnu nær. Hafi þetta
orsakast þannig, að Gottskálk Þorvalds-
s°n, faðir lians, sem um þær mundir var
búsettur í Höfn, hafi þetta sumar komið
asamt lconu sinni danskri, að nafni Kar-
en (Grönlmid), í kynnisferð til æsku-
stöðvanna nyrðra. Skipið varð síðbúið og
19. nóvember fæddist drengurinn. —
Bann dag taldi Thorvaldsen jafnan fæð-
Oigardag sinn. — ITvað sem öðru líður
Var Thorvaldsen ekki óljúft, að liann átti
Sjálfsmynd Thorvaldsens (1814)
Vorið
147